Hugur - 01.01.1991, Page 9
HUGUR
Um frjálsan vilja
7
Það er sjálfgefið að menn geta viljað það sem þeir vilja. Auðvitað
geta allir gert það sem þeir gera. En þetta er ekkert annað en klifun
sem segir okkur ekki neitt, að minnsta kosti hvorki hvað frjáls vilji er
né hvort menn hafa frjálsan vilja.
Getum við hugsað okkur að menn ráði hvað þeir vilja í þeim
skilningi að þeir geti tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á viljann? En
hlýtur ákvörðun ekki að stjórnast af því hvað sá sem tekur hana vill?
Getur verið að ég stjómi því hvað ég vil með því að ég spyrji sjálfan
mig: „Hvað vil ég vilja?“. Svarið við þessari spurningu getur aldrei
kallað á að ég breyti því hvað ég vil. En er ekki hæpið að tala um að
ég ráði hvað ég vil nema ég geti sjálfur breytt mínum eigin vilja?
Ein leið til að fá vit í þá hugmynd að ég breyti mínum eigin vilja
er að gera ráð fyrir því að það sem ég vil nú stjórnist af því sem ég
vildi áður og það sem ég vil seinna stjórnist af því hvað ég vil nú.
Þetta eru vitaskuld sjálfsögð sannindi, en skýrir alls ekki hvernig
menn geta ráðið sér sjálfir. Auðvitað hljóta að vera einhvers konar
tengsl milli þess sem ég vildi í gær og þess sem ég vil í dag. Væri
ekki svo þá gæti ég tæpast verið samur maður í dag og í gær. En
svona tengsl milli viljans í gær og viljans í dag skýra ekki til fulls
hvernig menn ráða sjálfir hvað þeir vilja. Að ráða vilja sínum hlýtur
að fela í sér meira en að vilji minn í dag sé í beinu framhaldi af því
sem ég vildi í gær. Það hlýtur að minnsta kosti að fela í sér að ég geti
að einhverju leyti breytt sjálfum mér, endurskoðað hugsjónir mínar
og gildismat, og valið á grundvelli þess sem ég tel gott og skynsam-
legt nú, án þess að vera rigbundinn af því sem ég vildi í gær.
Hafi ég frjálsan vilja þá hlýt ég að geta ráðið því hvað ég vil í dag
án þess að vera rígbundinn af því hvað ég vildi í gær. Eg hlýt þá að
geta tekið ákvörðun sem stjórnast af mér sjálfum og er að einhverju
leyti óháð öllu sem ég hef ekki vald yfir núna (og vilji minn í gær er
meðal þess sem ég hef ekki vald yfir núna).
Sé sögnin að viija einræð er vandséð að hægt sé að fá mikið vit í
þá hugmynd að menn ráði sjálfir hvað þeir vilja. Samt er erfitt að
neita því að menn geti ráðið sér sjálfir og stjómað vilja sínum.
Vandamálið sem við sitjum uppi með er að annars vegar hljóta
menn að ráða vilja sínum sjálfir, það er að segja ráða sjálfir hvaða
ákvarðanir þeir taka, hvaða kosti þeir velja og svo framvegis. Hins
vegar virðist erfitt að ljá fullyrðingum um að menn ráði vilja sínum