Hugur - 01.01.1991, Side 34

Hugur - 01.01.1991, Side 34
32 Tvœr kreddur raunhyggjumanna HUGUR (eða skilningi, intension) og umtaki (extension), eða með annarri orðanotkun, á þýðingu (connotation) og merkingu (denotation). Eflaust var hin aristótelíska eðlishugmynd undanfari nútíma- hugmyndarinnar um inntak eða skilning. Aristóteles taldi það eðli manna að vera skynsamir, en hendingu um þá að þeir væru tvífættir. En það er mikilvægur munur á þessu viðhorfi og kenningunni um skilning máls. Af sjónarhóli þeirrar kenningar mætti reyndar viðurkenna (þó ekki væri nema til málamynda) að skynsemi felist í skilningi orðsins „maður“, en það að hafa tvo fætur ekki; en jafnframt gæti það að hafa tvo fætur verið talið felast í skilningi orðsins „tvífætlingur“, en skynsemi ekki. Frá sjónarhóli kenningarinnar um skilning máls virðist þannig ekkert vit vera í að segja um raunveru- legan einstakling sem bæði er maður og tvífætlingur, að skynsemin sé honum eðlislæg en það að vera tvífættur hending eða öfugt. Aristóteles eignaði hlutum eðli, en einungis er hægt að leggja skiln- ing í málsnið. Eðli verður að skilningi þegar það er aðskilið frá hlutnum sem vísað er til og tengt orðinu yfir hann. Fyrir allar skilningskenningar er það brennandi spurning hvers eðlis viðfangsefni þeirra er: hvers konar hlutur er skilningur? Verið gæti að þeim er finnst skilningur máls hljóta að vera einhvers konar hlutur hafi láðst að gera sér grein fyrir að sitt er hvað skilningur og merking. Þegar umfjöllun um skilning hefur verið skýrt aðgreind frá umfjöllun um merkingu er auðvelt að sjá að meginhlutverk athugana á skilningi er einfaldlega að kanna hvort málsnið séu samheiti og hvort staðhæfingar séu rökhæfingar; skilninginn sem slfkan má láta lönd og leið, því hann er óljós milliliður máls og merkingar.3 Við þurfum þá að takast á við vandann við rökhæfingar á ný. Þær staðhæfingar eru reyndar auðfundnar sem eru almennt taldar rök- hæfingar af heimspekingum. Þær skiptast í tvo flokka. Eftirfarandi er dæmigert fyrir fyrri flokkinn, þær má segja að séu eiginleg rök- sannindi: (1) Engin kona sem á barn er bamlaus. Það sem skiptir máli í þessu dæmi er að það helst satt hvernig sem „kona“ og „barn“ eru túlkuð, en er ekki aðeins satt eins og það stendur. Ef við göngum að skrá yfir rökfasta vísri, þar sem upp væri 3 Sjá sama rit, s. 11 o.áfr. og 48 o.áfr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.