Hugur - 01.01.1991, Síða 41

Hugur - 01.01.1991, Síða 41
HUGUR W. V. Quine 39 hlutanum, þörfnumst við greinargerðar fyrir þekkingarsamheitum sem gengur ekki að rökhæfingum vísum. Og raunar er slík sjálfstæð greinargerð fyrir þekkingarsamheitum nú til athugunar, nefnilega víxl að óbreyttu sanngildi alls staðar nema innan orða. Svo að ef við tökum nú þráðinn loksins upp að nýju, er spurningin sem við stöndum frammi fyrir sú, hvort slík víxl séu nægilegt skilyrði fyrir að um þekkingarsamheiti sé að ræða. Við getum auðveldlega fullvissað okkur um að svo sé með dæmum af eftirfarandi gerð. Staðhæfingin: (4) Nauðsynlega eru allar mæður og aðeins þær, mæður er augljóslega sönn, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að orðið „nauðsynlega“ sé skilið svo þröngum skilningi að einungis sé með réttu hægt að hafa það um rökhæfingar. Ef víxla má „móðir“ og „kona sem á bam“ að óbreyttu sanngildi, hlýtur þar með niðurstaðan: (5) Nauðsynlega eru allar mæður og aðeins þær, konur sem eiga börn af að setja „kona sem á barn“ þar sem „móðir“ kemur fyrir í (4), að vera sönn eins og (4). En það að segja að (5) sé sönn, er að segja að (3) sé rökhæfing, og þar með að „móðir“ og „kona sem á barn“ séu þekkingarsamheiti. Athugum nú hver galdurinn er við ofangreinda röksemdafærslu. Skilyrðin fyrir víxlum að óbreyttu sanngildi eru misjöfn eftir mis- munandi fjölbreytni þess máls sem í hlut á. Röksemdafærslan hér að ofan gerir ráð fyrir að við notum mál sem er svo víðtækt að hafa að geyma atviksorðið „nauðsynlega" sem skilið sé þannig að það láti í ljós sannindi þá og því aðeins að það sé haft um rökhæfingar. En getum við samþykkt mál sem hefur slík atviksorð að geyma? Er í raun eitthvert vit í slíku orði? Að telja svo vera er að gera ráð fyrir að við höfum þegar öðlast fullnægjandi skilning á „rökhæfingum". En til hvers var ekki leikurinn gerður? Röksemdir okkar ganga ekki í hring, en allt að því. Segja má að þær hafi lögun lokaðrar sveigju í rúminu. Víxl að óbreyttu sanngildi hafa þá aðeins gildi að þau séu bundin máli sem við höfum afmarkað að því leyti sem máli skiptir. Gerum ráð fyrir að við athugum mál sem einungis hefur að geyma eftir- farandi þætti. Það hefur ótakmarkaðan fjölda einrúmra umsagna (til dæmis „F“ þar sem „F.v“ táknar að x er maður) og margrúmra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.