Hugur - 01.01.1991, Page 41
HUGUR
W. V. Quine
39
hlutanum, þörfnumst við greinargerðar fyrir þekkingarsamheitum
sem gengur ekki að rökhæfingum vísum. Og raunar er slík sjálfstæð
greinargerð fyrir þekkingarsamheitum nú til athugunar, nefnilega víxl
að óbreyttu sanngildi alls staðar nema innan orða. Svo að ef við
tökum nú þráðinn loksins upp að nýju, er spurningin sem við
stöndum frammi fyrir sú, hvort slík víxl séu nægilegt skilyrði fyrir að
um þekkingarsamheiti sé að ræða. Við getum auðveldlega fullvissað
okkur um að svo sé með dæmum af eftirfarandi gerð. Staðhæfingin:
(4) Nauðsynlega eru allar mæður og aðeins þær, mæður
er augljóslega sönn, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að orðið
„nauðsynlega“ sé skilið svo þröngum skilningi að einungis sé með
réttu hægt að hafa það um rökhæfingar. Ef víxla má „móðir“ og
„kona sem á bam“ að óbreyttu sanngildi, hlýtur þar með niðurstaðan:
(5) Nauðsynlega eru allar mæður og aðeins þær, konur sem eiga börn
af að setja „kona sem á barn“ þar sem „móðir“ kemur fyrir í (4), að
vera sönn eins og (4). En það að segja að (5) sé sönn, er að segja að
(3) sé rökhæfing, og þar með að „móðir“ og „kona sem á barn“ séu
þekkingarsamheiti.
Athugum nú hver galdurinn er við ofangreinda röksemdafærslu.
Skilyrðin fyrir víxlum að óbreyttu sanngildi eru misjöfn eftir mis-
munandi fjölbreytni þess máls sem í hlut á. Röksemdafærslan hér að
ofan gerir ráð fyrir að við notum mál sem er svo víðtækt að hafa að
geyma atviksorðið „nauðsynlega" sem skilið sé þannig að það láti í
ljós sannindi þá og því aðeins að það sé haft um rökhæfingar. En
getum við samþykkt mál sem hefur slík atviksorð að geyma? Er í
raun eitthvert vit í slíku orði? Að telja svo vera er að gera ráð fyrir að
við höfum þegar öðlast fullnægjandi skilning á „rökhæfingum". En til
hvers var ekki leikurinn gerður?
Röksemdir okkar ganga ekki í hring, en allt að því. Segja má að
þær hafi lögun lokaðrar sveigju í rúminu.
Víxl að óbreyttu sanngildi hafa þá aðeins gildi að þau séu bundin
máli sem við höfum afmarkað að því leyti sem máli skiptir. Gerum
ráð fyrir að við athugum mál sem einungis hefur að geyma eftir-
farandi þætti. Það hefur ótakmarkaðan fjölda einrúmra umsagna (til
dæmis „F“ þar sem „F.v“ táknar að x er maður) og margrúmra