Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 82

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 82
80 Hlutur ímyndunar íþekkingu HUGUR Greinarmunurinn á hinu einstaka og hinu almenna er mjög mikil- vægur hjá Kant. Orðið sem mér þykir best skýra hugtak hans um hið einstaka er „skoðun"6 7. Það að verða var við hið einstaka kallar hann að „skoða“, öll reynsla hefst á því að maður skoðar eitthvað. Hugmyndina um hið einstaka, eða hina einstöku hugmynd, kallar hann stundum „skoðun“. Til að skoðun verði þekking verður að fella hana undir hugtak. Líklega hafa fáir gengið eins langt í því að tengja ímyndunaraflið við þekkingu og Kant. Hann telur að öll þekking og öll reynsla sé á einhvern hátt mótuð af ímyndunaraflinu. Hann hefur verið gagn- rýndur fyrir þessa kenningu, mönnum hefur þótt hann vera að halda því fram að heimurinn sem við höfum reynslu af sé ekki annað en til- búningur hugans. Ég held að fyrir því séu almenn rök að eitthvað hljóti að vera til í kenningu Kants um þetta efni. Ég held að þær spurningar um samhengi í reynsluheiminum öllum sem hann reyndi að svara með kenningu sinni um ímyndunaraflið séu svo mikilvægar að ekki verði fram hjá þeim gengið og að eitthvað í líkingu við grundvallarhugmyndir hans verði að koma fram í svörunum við þeim. Rauntœkt ímyndunarafP Best er að skilja hvemig ímyndunaraflið skiptir máli fyrir þekkinguna með því að hugleiða nokkur dæmi um samhengi í heiminum. Þekking felst í því að gera sér grein fyrir samhengi, setja Sókrates í hóp hinna dauðlegu eða fullyrða að tengsl séu milli hitans á elda- vélarhellu og þess að vatnið sýður. Bæði Hume og Kant hafa kenningar um að samhengi heimsins sé ekki gefið í skynjun heldur þurfi ímyndunaraflið að koma til. 6 „Anschauung". OrðiO „skoðun" er stofnskylt hinu þýska og hcfur svipaða grunn- merkingu. Kant notar orðin „skoðun“ og „skynjun" („Wahmehmung, perceptio") ekki um það sama þvi að „skynjun" felur í sér citthvað samfellt og sameinað. í þessari grein er ekki hægt að fara út í öll rök Kants sem lúta að þessu og því er hér stundum fylgt orðanotkun Humes og talað einfaldlega um skynjun þar sem Kant myndi segja „skoðun." Strangt til tekið er það ekki í anda Kants að tala um sundurlausar skynjanir eins og ég geri hér á eftir. Til að þýðing á hugtakakerfi Kants sé sjálfri sér samkvæm vcröur að finna sérstakt orð fyrir hugtakið „Anschauung". Kristján Kristjánsson notar orðið „skynvitund" í þýðingu á Undirstöðum reikningslistarinnar eftir Frege. Erlendur Jónsson gagnrýnir það í ritdómi (sjá Hugur, 2. ár (1989), s. 96.). 7 „Rauntækt" og aðrar samsetningar með „raun“ nota ég sem þýðingu á „empirisch“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.