Hugur - 01.01.1991, Page 82
80
Hlutur ímyndunar íþekkingu
HUGUR
Greinarmunurinn á hinu einstaka og hinu almenna er mjög mikil-
vægur hjá Kant. Orðið sem mér þykir best skýra hugtak hans um hið
einstaka er „skoðun"6 7. Það að verða var við hið einstaka kallar hann
að „skoða“, öll reynsla hefst á því að maður skoðar eitthvað.
Hugmyndina um hið einstaka, eða hina einstöku hugmynd, kallar
hann stundum „skoðun“. Til að skoðun verði þekking verður að fella
hana undir hugtak.
Líklega hafa fáir gengið eins langt í því að tengja ímyndunaraflið
við þekkingu og Kant. Hann telur að öll þekking og öll reynsla sé á
einhvern hátt mótuð af ímyndunaraflinu. Hann hefur verið gagn-
rýndur fyrir þessa kenningu, mönnum hefur þótt hann vera að halda
því fram að heimurinn sem við höfum reynslu af sé ekki annað en til-
búningur hugans. Ég held að fyrir því séu almenn rök að eitthvað
hljóti að vera til í kenningu Kants um þetta efni. Ég held að þær
spurningar um samhengi í reynsluheiminum öllum sem hann reyndi
að svara með kenningu sinni um ímyndunaraflið séu svo mikilvægar
að ekki verði fram hjá þeim gengið og að eitthvað í líkingu við
grundvallarhugmyndir hans verði að koma fram í svörunum við
þeim.
Rauntœkt ímyndunarafP
Best er að skilja hvemig ímyndunaraflið skiptir máli fyrir þekkinguna
með því að hugleiða nokkur dæmi um samhengi í heiminum.
Þekking felst í því að gera sér grein fyrir samhengi, setja Sókrates í
hóp hinna dauðlegu eða fullyrða að tengsl séu milli hitans á elda-
vélarhellu og þess að vatnið sýður. Bæði Hume og Kant hafa
kenningar um að samhengi heimsins sé ekki gefið í skynjun heldur
þurfi ímyndunaraflið að koma til.
6 „Anschauung". OrðiO „skoðun" er stofnskylt hinu þýska og hcfur svipaða grunn-
merkingu. Kant notar orðin „skoðun“ og „skynjun" („Wahmehmung, perceptio")
ekki um það sama þvi að „skynjun" felur í sér citthvað samfellt og sameinað. í
þessari grein er ekki hægt að fara út í öll rök Kants sem lúta að þessu og því er hér
stundum fylgt orðanotkun Humes og talað einfaldlega um skynjun þar sem Kant
myndi segja „skoðun." Strangt til tekið er það ekki í anda Kants að tala um
sundurlausar skynjanir eins og ég geri hér á eftir. Til að þýðing á hugtakakerfi
Kants sé sjálfri sér samkvæm vcröur að finna sérstakt orð fyrir hugtakið
„Anschauung". Kristján Kristjánsson notar orðið „skynvitund" í þýðingu á
Undirstöðum reikningslistarinnar eftir Frege. Erlendur Jónsson gagnrýnir það í
ritdómi (sjá Hugur, 2. ár (1989), s. 96.).
7 „Rauntækt" og aðrar samsetningar með „raun“ nota ég sem þýðingu á
„empirisch“.