Hugur - 01.01.1991, Page 87
HUGUR
Skúli Pálsson
85
Kant tekur undir að orsakatengslin séu ekki gefin í skynjun hins
einstaka. En hann heldur því fram að ástæða þess að við tengjum
hreyfingu annarrar kúlunnar við hreyfingu hinnar sé samt ekki sú ein
að við höfum séð að milli fyrirbæranna ríki stöðug tengsl og
samhengi, eins og Hume álítur.13 Því að hvemig er eiginlega hægt að
gera sér grein fyrir stöðugum tengslum ef tengsl er ekki hægt að
skoða?
Ef ég heyri tón og finn fyrir köldum hlut milli fingranna er það
sem ég skynja með augunum og með tilfinningunni mismunandi til-
felli skynjunar og í þeim, ef þau eru íhuguð út af fyrir sig, er ekkert
sem sannar að þau tengist sama hlut, t.d. tónkvísl sem ég held á.14
Samt veit ég að þessir tveir atburðir í skynjun minni tengjast sama
hlut. í vitundinni eru hugmyndimar tvær sameinaðar og þannig get ég
haft reynslu af tónkvíslinni sem hlut er helst óbreyttur og sjálfum sér
samur þótt skynjun mín á honum sé breytileg. Kant heldur því fram
að þetta eigi við um alla reynslu því í henni sé alltaf einhver samein-
ing hugmynda. Hann skilgreinir „sameiningu" sem það að setja
saman mismunandi hugmyndir og gera sér grein fyrir þeim í einni
vitneskju.15
Þessa sameiningu sem er að finna í allri reynslu telur hann vera
verk ímyndunarafls. En það er þá ekki það ímyndunarafl sem
stundum vinnur úr sumum hugmyndum, heldur sem alltaf er að verki
í allri skynjun. ímyndunarafl sem vinnur úr hugmyndum sem þegar
eru gefnar kemur eftirá, það er rauntækt því það vinnur aðeins úr því
sem við komumst að raun um. En ímyndunarafl sem er að verki í allri
skynjun segir Kant að sé fyrirfram, a priori.
ímyndunarafl í þessum skilningi er skilyrði allrar reynslu og
þessvegna talar hann um að það skapi forskilvitlega sameiningu í
reynslunni. Þetta orðalag gefur til kynna að ímyndunaraflið vinni
ekki aðeins úr hugmyndum sem þegar eru gefnar heldur móti eða
ákvarði allar hugmyndir um leið og þær eru gefnar. Það vinnur ekki
úr einhverjum hluta reynslunnar heldur er það einn þáttur í allri
mögulegri reynslu; ef eitthvað er ekki mótað eða ákvarðað af þessari
13 „Constancy" og „coherence" eru mikilvæg orð í röksemdafærslu Humes; sjá t.d. A
Treatise ofHuman Nature, s. 199.
14 Dæmið cr komið frá Jonalhan Bennelt, Kant's Analylic (Cambridge University
Press, Cambridge 1966), s. 108.
15 Gagnrýni hreinnar skynsemi, A77, B103.