Hugur - 01.01.1992, Page 12
10
Kristján Kristjánsson
HUGUR
endilega ófrjálsari þótt hann geri það ekki. Venjulegum manni á
íslandi er t.d. jafnfrjálst að neyta atkvæðisréttar síns þótt hann nenni
ekki að velta því fyrir sér hvort Steingrímur sé betri en Davíð; kjósi
bara eins og pabbi eða mæti kannski ekki einu sinni á kjörstað. Hin
svokallaða jákvæða skilgreining frelsishugtaksins vanhelgar kenni-
mörk þess með því að blanda því saman við önnur og óskyld gæði.6
Talsmenn hennar gleyma því að frelsi er kostur en ekki athöfn og að
þaÖ þarf tvo til: Maður getur ekki skert eigið frelsi — nema þá í
gegnum einhvern annan aðila (eins og þegar Odysseifur lét skip-
verjana reyra sig við siglutréð svo að Sírenurnar næðu ekki að seiða
hann til sín).
Það var Isaiah Berlin sem fyrstur greindi skipulega milli neikvœðra
og jákvœðra skilgreininga á frelsi í frægri grein á miðjum 6.
áratugnum7 og þótt margt megi að lýsingu hans finna þá er ég í
stórum dráttum sammála niðurstöðu hans: að marktæk skilgreining
frelsishugtaksins sé „neikvæð" í þeim skilningi að hún lýsi kosti
manns á að framkvæma einhverja athöfn að svo miklu leyti sem þessi
kostur er ekki skertur af öðrum. (Neikvætt frelsi er hins vegar oft
ranglega túlkað svo að það sé frelsi undan, ekki frelsi til. Auðvitað er
allt frelsi jöfnum höndum frelsi undan og til; spurningin er bara undan
hverju!).
En þótt maður hafi komið sér niður á að frelsið beri að skilgreina
neikvætt þá er ekki nema hálfur sigur unninn. Talsmenn neikvæðs
frelsis eru nefnilega alls ekki sammála um nákvæmlega hvenær aðili
B skerði kost A til að framkvæma einhverja athöfn. Þær tvær
kenningar sem mestrar hylli njóta nú á dögum um þetta efni eru
svokölluð ætlunarkenning annars vegar og hins vegar réttinda-
kenning. Fyrri kenningin, sem oft er kennd við frjálslyndi eða
„liberalisma“, gengur út á að B skerði þá og því aðeins frelsi A að
hann hafi lagt stein í götu hans af ásettu ráði. Þetta er t.d. skoðun
Berlins.8 Hin síðari, sem frjálshyggjumenn eða „libertarians" hafa
6 Ég ræði annað afbrigði ,jákvæðs frclsis", hina svokölluðu þýhyggju, í grein minni,
„Að geta um frjálst höfuð strokið" í Þroskakostum (Reykjavík: Rannsóknarstofnun
í siðfræði, 1992), bls. 164-169.
7 Berlin, I., „Two Concepts of Liberty“, endurpr. í Four Essays On Liberty (Oxford:
Oxford University Press, 1969).
8 Sjá sömu grein, þó að Berlin stingi að vísu upp á ýmsum öðrum kenningum þar og
í formála bókarinnar. Skilmerkilegri framsetingu má t.d. finna hjá Day, J. P. í „Is
the Concept of Freedom Esscntially Contestable?" Philosophy, 61(1986).