Hugur - 01.01.1992, Side 17

Hugur - 01.01.1992, Side 17
HUGUR Sendibréf um frelsi 15 útiloka hindrunina, ástæða sem uppfylli lágmarksskilyrði um senni- leik. Það er engin góð og gild ástæða til að ætlast til að feður gangi um bæinn og bindi alla lausa skóþvengi sem þeir rekast á. Það er hins vegar vissulega ástæða, sem uppfyllir lágmarksskilyrði um sennileik, fyrir því að ætlast til að menn bjargi meðbræðrum sínum í Eþíópíu frá hungurdauða — þó að vissulega geti verið aðrar þungvægari ástæður fyrir því að hjálpa ekki, t.d. sú að við séum önnum kafin við önnur virðingarverð verkefni, á Grænhöfðaeyjum eða annars staðar. Nú er ekki fyrir það að synja að niðurstaða þessa „ábyrgðarprófs" geti í vissum tilvikum verið afstæð við tíma og stað. T.d. er góð ástæða að ætlast til þess af lækni nú á dögum að hann gefi berkla- sjúklingi lyf sem lækna sjúkdóm hans þó að slík ástæða hafi ekki verið fyrir hendi á 4. áratugnum áður en fúkkalyfin komu til sögunnar. Læknist sjúklingur hans ekki vegna skorts á viðeigandi lyfjum þá væri læknirinn ábyrgur fyrir því nú þó að hann væri það ekki þá. Það er jafnan eðlilegt að óttast afstæðishyggju sem er hinn mesti vágestur í siðferðisefnum. En þetta afstæði sem hér um ræðir er afstœði staðreynda sem ekki er af mjög skaðlegum toga fyrir siðferðið. Meiru varðar að eðli hinna góðu og gildu ástæðna sem við innum eftir væri hið sama á öllum tímum. I kenningu minni felst að með því að segja að B hafi skert frelsi A þá séum við að leggja réttlœtingarbyrðina á B: Hann verður að geta réttlætt hvers vegna hann gerði slíkt ef hann ætlar að forðast ámæli. Það felst því visst andóf gegn ófrelsi í sjálfu tungutaki okkar: Strax með því að nota orðið „ófrelsi“ erum við að krefja þann sem frelsið skerti réttlætingar. Hann skuldar okkur skýringu á athöfn sinni eða athafnaleysi. Nákvæmlega hið sama á svo við þegar við berum vald- beitingu upp á einhvern. Raunar felst í ábyrgðarkenningu minni að orðasamböndin „að skerða frelsi A“ og „að beita A valdi“ séu á endanum jafngild. Þetta stangast á við ýmsar fyrri valdskenningar;1-1 en ég bendi á að í þeim flestum sé síðamefnda orðasambandinu mglað saman við „að hafa vald til x“ eða „að hafa vald yfir A“ sem séu annars eðlis — og vinn síðan úr þeim mun í smáatriðum. Taktu eftir því, Ágúst, að það sem gerist er ekki, eins og sumir hafa haldið fram, að fyrst rekumst við á eitthvert ástand sem lýsa má sem 13 T.d. í bók Morriss, P., Power: A Philosophical Analysis (Manchester: Manchester University Press, 1987).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.