Hugur - 01.01.1992, Side 23

Hugur - 01.01.1992, Side 23
HUGUR Sarntal við Karl Popper 21 Sir Karl, ég veit það frá fyrri samrœðum okkar að þú lítur svo á að það að vera heimspekirtgur sé eitthvað sem þurfi að biðjast afsökunar á. Hvers vegna? Já, ég get ekki sagt að ég sé stoltur af því að vera kallaður heimspekingur. Það er undarlega að orði komist. Afhverju segir þú það? I langri sögu heimspekinnar eru þær heimspekilegu röksemda- færslur miklu fleiri sem ég ber kinnroða fyrir en hinar sem ég er stoltur af. En augljóst er að þú telur að minnsta kosti einhvers virði að vera heimspekingur, jafnvel þó það sé ekkert til að vera hreykinn af. Ég held ég geti borið fram afsökun — einhvers konar vörn fyrir tilveru heimspekinnar eða ástæðu fyrir því að þörf er á að hugsa um heimspeki. Og hver mundi hún vera? Hún er sú að allir hafa einhverja heimspeki: við öll, þú og ég, og hver sem er. Hvort sem við vitum það eða ekki tökum við fjölmargt sem sjálfsagðan hlut. Þessar ógagnrýnu hugmyndir sem við teljum víst að séu réttar eru oft heimspekileg eðlis. Stundum eru þær réttar; en oftar eru þessar heimspekilegu skoðanir okkar rangar. Hvort við höfum rétt eða rangt fyrir okkur er aðeins unnt að uppgötva með gagnrýnni rannsókn á þessum heimspekilegu skoðunum sem við tökum sem gefnar án gagnrýni. Ég held því fram að þessi gagnrýna rannsókn sé verkefni heimspekinnar og réttlæting fyrir tilveru hennar. Hvað mundir þú nefna úr samtímanum sem dœmi um ógagnrýna heimspekilega kreddu sem þarfnast gagnrýnnar rannsóknar? Mjög áhrifamikil heimspeki af því tæi sem ég hef í huga er sú skoðun að þegar eitthvað „slæmt“ gerist í samfélaginu, eitthvað sem okkur geðjast ekki að, svo sem stríð, fátækt, atvinnuleysi, þá hljóti það að stafa af einhverjum vondum ásetningi, einhverju skuggalegu ráðabruggi: einhver hefur gert það „viljandi“; og auðvitað græðir einhver á því. Ég hef kallað þessa heimspekilegu kreddu samsæriskenninguna um samfélagið. Það er hægt að gagnrýna hana; og ég hygg að unnt sé að sýna fram á að hún er röng: það er margt sem gerist í samfélaginu sem leiðir óviljandi og ófyrirséð af því sem við höfum gert.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.