Hugur - 01.01.1992, Síða 23
HUGUR
Sarntal við Karl Popper
21
Sir Karl, ég veit það frá fyrri samrœðum okkar að þú lítur svo á að
það að vera heimspekirtgur sé eitthvað sem þurfi að biðjast afsökunar
á. Hvers vegna?
Já, ég get ekki sagt að ég sé stoltur af því að vera kallaður
heimspekingur.
Það er undarlega að orði komist. Afhverju segir þú það?
I langri sögu heimspekinnar eru þær heimspekilegu röksemda-
færslur miklu fleiri sem ég ber kinnroða fyrir en hinar sem ég er
stoltur af.
En augljóst er að þú telur að minnsta kosti einhvers virði að vera
heimspekingur, jafnvel þó það sé ekkert til að vera hreykinn af.
Ég held ég geti borið fram afsökun — einhvers konar vörn fyrir
tilveru heimspekinnar eða ástæðu fyrir því að þörf er á að hugsa um
heimspeki.
Og hver mundi hún vera?
Hún er sú að allir hafa einhverja heimspeki: við öll, þú og ég, og
hver sem er. Hvort sem við vitum það eða ekki tökum við fjölmargt
sem sjálfsagðan hlut. Þessar ógagnrýnu hugmyndir sem við teljum
víst að séu réttar eru oft heimspekileg eðlis. Stundum eru þær réttar;
en oftar eru þessar heimspekilegu skoðanir okkar rangar. Hvort við
höfum rétt eða rangt fyrir okkur er aðeins unnt að uppgötva með
gagnrýnni rannsókn á þessum heimspekilegu skoðunum sem við
tökum sem gefnar án gagnrýni. Ég held því fram að þessi gagnrýna
rannsókn sé verkefni heimspekinnar og réttlæting fyrir tilveru hennar.
Hvað mundir þú nefna úr samtímanum sem dœmi um ógagnrýna
heimspekilega kreddu sem þarfnast gagnrýnnar rannsóknar?
Mjög áhrifamikil heimspeki af því tæi sem ég hef í huga er sú
skoðun að þegar eitthvað „slæmt“ gerist í samfélaginu, eitthvað sem
okkur geðjast ekki að, svo sem stríð, fátækt, atvinnuleysi, þá hljóti það
að stafa af einhverjum vondum ásetningi, einhverju skuggalegu
ráðabruggi: einhver hefur gert það „viljandi“; og auðvitað græðir
einhver á því. Ég hef kallað þessa heimspekilegu kreddu
samsæriskenninguna um samfélagið. Það er hægt að gagnrýna hana;
og ég hygg að unnt sé að sýna fram á að hún er röng: það er margt
sem gerist í samfélaginu sem leiðir óviljandi og ófyrirséð af því sem
við höfum gert.