Hugur - 01.01.1992, Síða 41
HUGUR Er heimspeki framtíðarvon skólakerfisins?
39
Annað atriði er þetta: Amerísk heimspeki hefur alltaf lagt áherslu á
gagnsemi, hinar hagnýtu hliðar. Mikilvægi hugtaka fer þá eftir því
hvernig við beitum þeim, hvernig þau virka í raunveruleikanum. Þau
eru ekki bara mikilvæg í ljósi skilgreininga sinna eða uppruna síns.
Taki maður þennan hugsunarhátt alvarlega þá hljótum við að segja að
merking og gildi þess sem böm læra í skóla sé að finna fyrir þau í því
sem gerist þegar þau beita þessari þekkingu úti í lífinu. Ef böm kvarta
undan því að skólinn sé tilgangslaus þá er meginorsökin sú að þeim er
ekki kennt að beita því sem þau læra.
Það er ekki nóg að hafa upplýsingar og þekkingu, því þekkingin ein
og sér getur verið mjög afmörkuð, fræðileg og óhagnýt, en annað
gerist þegar við byrjum að rannsaka þessa þekkingu sem við höfum í
höndunum og skilja hana. Skilningur er mjög mikilvægur og nauðsyn-
legur til að þekkingin sé til einhvers gagns; og síðan, auk efniviðs
þekkingarinnar og skilnings, þurfum við hina hagnýtu beitingu
þekkingarinnar.
Þegar við beitum þekkingunni, breytum við henni þá um leið?
Breytist ekki þekkingin sjálf þegar hún hcettir að vera einangruð og
gagnslaus?
Það mætti færa rök fyrir því að svo sé, en talsmaður hagseminnar
myndi svara sem svo að við værum að skerpa skilning okkar á
þekkingunni, ekki breyta henni. Maður er ekki að fara á villigötur
þegar maður beitir þekkingunni úti í lífinu sem maður innbyrti hjá
kennaranum eða prófessornum, heldur er maður að uppgötva hina
sönnu merkingu hennar.
Þegar við beitum þekkingunni fær hún jafnframt siðferðilegt gildi,
ekki bara fræðilegt. Því þá erum við að gera eitthvað við þekkinguna,
ekki bara að tileinka okkur hana.
Hlutverk rökfrœðinnar
Mig langar til að víkja að öðru sem hefur vakið athygli mína. I einni
af bókum þínum sem notaðar eru á námskeiðum í barnaheimspeki
glíniir aðalpersónan við ýmis klassísk rökfrœðivandamál í daglegu
lífi. Um leið eru þessi vandamál af siðferðilegum toga. Getur þú sagt
okkur eitthvað um tengsl siðfrœði og rökfrœði? Hefur rökfrœði
siðferðilegt gildi?