Hugur - 01.01.1992, Page 44

Hugur - 01.01.1992, Page 44
42 Matthew Lipman HUGUR Það hefur komið fram að í hugmyndum þtnum og aðferðum í siðfrœðikennslu fyrir hörn eru engin viðhorf tekin góð og gild án gagnrýni, hörnin komast að niðurstöðu með því að vega og meta rök en tileinka sér ekki tilhúnar skoðanir í siðferðismálum. I tilefni af þessu varst þú spurður í umræðum eftir fyrirlestur þinn hvort þetta gœti ekki verið mjög hœttulegt þar sem hörnin gœtu tekið að véfengja viðurkennd siðalögmál íþjóðfélaginu. — Mér hefur hins vegar dottið í hug að þessi aðferð gœti einnig leitt til jákvœðra breytinga á við- horfum okkar. Að siðferðisviðhorf hreytist þar sem þess sé þörf en annars ekki. Ertu sammála þessu? Já og þetta er einmitt aðalatriðið í málinu. Samræðufélagið í bama- heimspekibekk er eins og smækkuð mynd af fyrirmyndar lýðræðis- þjóðfélagi. Eitt einkenni þessa félags er sjálfvirkt endurmat, hin gagn- rýna umræða tryggir að skoðanir sem brjóta í bága við skynsemi eru leiðréttar. Ef við hefðum raunverulegt þjóðfélag sem hagaði sér svona í einu og öllu þá væri það þjóðfélag án glæpa, misréttis, atvinnuleysis og annars böls. Börn og frumspekingar Getur þú sagt lítillegafrá því sem helst hefur mótað þínar kenningar? Eg held að bandaríski heimspekingurinn John Dewey hafi haft mest áhrif á mig. Þó þróaði hann aldrei neinar hugmyndir um heimspeki fyrir börn. En hann beindi athyglinni að menntamálum og lagði áherslu á þroskun hugsunarinnar í menntun, benti á að ekki ætti bara að huga að þjálfun minnisins og hæfni til að innbyrða þekkingu. Forngrísk heimspeki hefur vitanlega haft mikil áhrif á mig líka og sérstaklega sá hugsunarháttur að vilja færa heimspekina til fólksins og skrifa heimspeki á hversdagsmáli í stað fræðimáls. Franskur heimspekingur skrifaði grein sem ég las tuttugu árum áður en ég þróaði hugmyndir mínar og hafði mikil áhrif á mig, greinin fjallaði um hvað margt er líkt með börnum og frumspekingum. Hvorir tveggja hafa hæfileika til að undrast á lífinu og spyrja spurninga. Böm og frumspekingar glíma á sambærilegan hátt við ráðgátur lífsins án þess að fella vandamálin í sérhæfðar greinar eins og eðlisfræði eða líffræði. Börn hafa mjög takmarkaðan orðaforða en veiti maður orðfæri þeirra athygli þá kemur í ljós að þar er margt líkt með orðræðu frumspekingsins, einfaldleikinn og hæfileikinn til að hitta naglann á höfuðið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.