Hugur - 01.01.1992, Page 44
42
Matthew Lipman
HUGUR
Það hefur komið fram að í hugmyndum þtnum og aðferðum í
siðfrœðikennslu fyrir hörn eru engin viðhorf tekin góð og gild án
gagnrýni, hörnin komast að niðurstöðu með því að vega og meta rök
en tileinka sér ekki tilhúnar skoðanir í siðferðismálum. I tilefni af
þessu varst þú spurður í umræðum eftir fyrirlestur þinn hvort þetta
gœti ekki verið mjög hœttulegt þar sem hörnin gœtu tekið að véfengja
viðurkennd siðalögmál íþjóðfélaginu. — Mér hefur hins vegar dottið í
hug að þessi aðferð gœti einnig leitt til jákvœðra breytinga á við-
horfum okkar. Að siðferðisviðhorf hreytist þar sem þess sé þörf en
annars ekki. Ertu sammála þessu?
Já og þetta er einmitt aðalatriðið í málinu. Samræðufélagið í bama-
heimspekibekk er eins og smækkuð mynd af fyrirmyndar lýðræðis-
þjóðfélagi. Eitt einkenni þessa félags er sjálfvirkt endurmat, hin gagn-
rýna umræða tryggir að skoðanir sem brjóta í bága við skynsemi eru
leiðréttar. Ef við hefðum raunverulegt þjóðfélag sem hagaði sér svona
í einu og öllu þá væri það þjóðfélag án glæpa, misréttis, atvinnuleysis
og annars böls.
Börn og frumspekingar
Getur þú sagt lítillegafrá því sem helst hefur mótað þínar kenningar?
Eg held að bandaríski heimspekingurinn John Dewey hafi haft mest
áhrif á mig. Þó þróaði hann aldrei neinar hugmyndir um heimspeki
fyrir börn. En hann beindi athyglinni að menntamálum og lagði
áherslu á þroskun hugsunarinnar í menntun, benti á að ekki ætti bara
að huga að þjálfun minnisins og hæfni til að innbyrða þekkingu.
Forngrísk heimspeki hefur vitanlega haft mikil áhrif á mig líka og
sérstaklega sá hugsunarháttur að vilja færa heimspekina til fólksins og
skrifa heimspeki á hversdagsmáli í stað fræðimáls.
Franskur heimspekingur skrifaði grein sem ég las tuttugu árum
áður en ég þróaði hugmyndir mínar og hafði mikil áhrif á mig, greinin
fjallaði um hvað margt er líkt með börnum og frumspekingum. Hvorir
tveggja hafa hæfileika til að undrast á lífinu og spyrja spurninga. Böm
og frumspekingar glíma á sambærilegan hátt við ráðgátur lífsins án
þess að fella vandamálin í sérhæfðar greinar eins og eðlisfræði eða
líffræði. Börn hafa mjög takmarkaðan orðaforða en veiti maður
orðfæri þeirra athygli þá kemur í ljós að þar er margt líkt með orðræðu
frumspekingsins, einfaldleikinn og hæfileikinn til að hitta naglann á
höfuðið.