Hugur - 01.01.1992, Page 49

Hugur - 01.01.1992, Page 49
HUGUR Heimspeki með börnum og unglingum 47 sé nemandi ekki að fylgjast með eða vilji ekki einhverra hluta vegna lesa. Fyrirvarinn er settur til að veita þeim treglæsu öryggisventil, það getur verið erfitt að lesa ef löng efnisgrein blasir við.5 Það eitt að lesa upphátt myndar sameiginlega reynslu með nemendum. Það inyndar samkennd að hlusta á aðra lesa og túlkun lesanda kemur oft fram í áherslum þeirra og gefur þeim sem fylgist með nýja innsýn í textann. Að loknum lestri spyr kennari hvað hafi vakið áhuga nemenda. í fyrstu þarf að umorða þessa spumingu á ýmsan máta en smám saman verður hún óþörf og nemendur setja fram uppástungur sínar eða leita hugmynda í textanum. Þetta fyrirkomulag gerir nemendur samábyrga fyrir því sem tekið er til umfjöllunar og fjölbreytnin felst í uppá- stungum þeirra en ekki nýjum og nýjum kennsluaðferðum. Samræðukennari er að ýmsu leyti sambærilegur við hljómsveitar- stjóra. Hann þarf að hafa eyra fyrir heimspekilegum athugasemdum nemenda, hann þarf að samstilla strengi hópsins, hann þarf að halda aftur af talanda sínum en þó þarf hann að grípa fram í fyrir nemendum þegar þá rekur af leið. Kennarinn leiðir samræðuna með því að spyrja þátttakendur um rök og ástæður fyrir skoðunum sínum. Þá er ekki síður mikilvægt að biðja nemendur að útbúa dæmi máli sínu til stuðnings. Smám saman hleðst samræðan upp eða fær framrás eftir því sem við á. Samræðuaðferðin kemur dæmigerðum 12 ára nemendum á óvart sem kennsluaðferð. Þeir vita ekki hvaðan veðrið stendur á þá. Þeir halda að allt snúist um að ná athygli kennarans og það að koma einöngruðum athugasemdum á framfæri, þeir hlusta ekki hverjir á aðra, þeir spinna samræðuna ekki áfram, þeir spyrja ekki hverjir aðra um rök og ástæður. Smám saman ná nemendur þó áttum og með þeim myndast samræðufélag. Lipman leggur höfuðáherslu á það sem hann kallar Community of Inquiry. Ég veit að það liggur beint við að þýða þetta sem rann- sóknarfélag eða eitthvað álíka. Ég hef kosið að tala um fyrirbærið sem samræðufélag þar sem rannsóknarfélag er útjaskað. Lipman gengur í 5 Einhvers staðar las ég, mig minnir að Robert Floden frá Institute for Research on Teaching í Michigan State University hafi komið þar við sögu, að kennurum hætti einmitt til þess, sennilega ómeðvitað, að velja góða lesara til að lesa langar efnisgreinar og þá treglæsari til að lesa þær styttri. Með þessu móti fá þeir sent lakar eru settir ekki þjálfun í sama mæli og aðrir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.