Hugur - 01.01.1992, Síða 50

Hugur - 01.01.1992, Síða 50
48 Hreinn Pálsson HUGUR smiðju til C.S. Peirce og skilgreinir „inquiry" sem „self correcting practice“ þ.e. sem rannsókn sem leitast við að leiðrétta mistök sín jafnóðum og þau uppgötvast en það er einmitt það sem gerist í heim- spekilegri samræðu.6 Það hefur gildi í sjálfu sér að mynda samræðufélög með nemendum en ég bendi gjaman á tvö atriði sem þetta snerta. Annars vegar viljum við efla samlyndi og hins vegar víðsýni nemenda. Ákveðið samlyndi er til staðar í öllum nemendahópum; í of mörgum er það átakanlega lítið. Víðsýni felst ekki í því að kokgleypa sem flestar hugmyndir á sem skemmstum tíma heldur í því að gefa hugmyndum tækifæri. Það þarf að velta fyrir sér forsendum og afleiðingum hugmynda áður en þær eru samþykktar eða afskrifaðar. Það er því miður ekki hægt að gefa einhverja eina uppskrift að því hvernig mynda á samræðufélög með nemendum þar sem vinna verður með hverjum hópi á hans eigin forsendum. Þungri byrði er létt af herðum kennara þegar samræðufélag myndast með nemendum. Kennarinn fer að einbeita sér að samræðunni einni í stað þess að gæta aga, spyrja spurninga og reyna að sjá fyrir hvert stefnir. Þetta gerist þannig að í upphafi er það kennarinn einn sem spyr krefjandi spurninga en smám saman gera nemendur slíkar spurningar að sínum spurningum og fara að beina þeim sín á milli. Um leið verður þeim auðveldara að spinna samræðu- þráðinn og samhliða eykst sjálfsagi nemenda og þeir fara að aga hvem annan. Á endanum getur farið svo að samræðufélagið verði sjálfstætt í þeim skilningi að þar er hægt að taka hvaðeina til umfjöllunar á agaðan og gagnrýninn hátt. Þegar svo er kontið sögu er óþarft að vinna út frá sérskrifuðum texta fyrir böm og unglinga. (Það er hægt að sparka stiganum, sem leiddi upp til æðri hugsunar, frá.) Umfjöllunar- efnið getur komið beint úr hugarheimi þeirra og þá er einnig kjörið að vinna með frumtexta heimspekinga. í allri heimspekikennslu ber að leggja áherslu á samræðuna sem kennsluaðferð og raunar eru heimspekingar einstaklega heppnir að því leyti að aðferð greinarinnar sjálfrar hentar henni best til kennslu, þar er enginn klofningur milli inntaks og aðferðar. Samræða gengur út á það að setja fram rök, vega þau og meta; hugurinn er aldrei jafn virkur 6 Thinkinfi in Education, s. 121.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.