Hugur - 01.01.1992, Síða 79

Hugur - 01.01.1992, Síða 79
HUGUR Heimspeki og móðurmálskennsla 77 verklag við gerð heimildaritgerða, læri strax í upphafi að merkar fræðilegar ritgerðir eru miklu oftar uppreisn gegn kennivaldi en þjónkun við það. Annað boðorð sem móðurmálskennarar í grunnskólum virðast óspart halda að nemendum sínum má rekja beint til pósitívískra róta. Það gengur út á að nemendur eigi að nálgast efnin með opnum hug, án nokkurra forhugmynda, og ekki slá öðru fram um þau en sannað sé. Við könnumst öll við þau skollahár sem hér skjótast fram. Meðalið við þessu er nokkrir skammtar af popperískum lífselixír, hvað sem menn vilja svo segja um Popper gamla að öðru leyti: Ekkert algjört hlutleysi er til, engar óyggjandi sannanir í raunvísindum, engar staðreyndir sem raða sér sjálfkrafa upp í lögmál án þess að þeirra sé leitað. Þá má benda móðurmálskennurum á, með skírskotun til vísindasögu, að þeir fræðimenn sem aldrei setji fram nýstárlegar, ósennilegar og reyfarakenndar tilgátur reisi sér enga bautasteina í sögu vísinda og fræða. Aðrir reisi sér hins vegar slíka steina með því að þora að brýna raustina, þora að segja heldur meira en þeir geta staðið við í svipinn, þora að veifa fremur röngu tré en öngu. Þeir veki okkur hin sem sífellt eigum á hættu að falla í vanans dorm. Þeir séu ljóskveikjendur þekkingarinnar og velgjörðarmenn mannkyns. Þriðja boðorðið, sem margir móðurmálskennarar halda að bömum, er að ritgerðir og greinar eigi jafnan að vera skrifaðar á látlausu og hversdagslegu máli svo að lesandinn geti einbeitt sér að efni þeirra frekar en orðfæri. Sumpart byggist þetta boðorð á algengum mis- skilningi á sambandi máls og hugsunar sem ég vék að hér að ofan. Hugmyndin er að hægt sé að hugsa djúpar hugsanir á einhvers konar orðvana hátt og svo sé það spurning um tækni hvaða orðahjúp maður velji til að koma þeim á framfæri við lesandann. Staðreyndin er hins vegar sú að öll rökleg hugsun er hugsun í orðum, eintal sálarinnar við sjálfa sig. Sé hugsunin hversdagsleg verður málfarið við tjáningu hennar það einnig. Sé hugsunin hins vegar skýr, nákværn eða nýstár- leg má reikna með að tungutakið verði margbreyttara og íburðarmeira. Svokallað látlaust mál er því oft ekki annað en /iílaust mál sem aftur er dæmi um bragðdaufa og linjulega hugsun. Þarna er aftur þörf ofurlítillar heimspeki til að snúa móðurmálskennurum frá myrkrinu í átt til ljóssins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.