Hugur - 01.01.1992, Side 83
HUGUR
Hvernig Descartes erfornlegur
81
í Þeaítetosi (184 b-e) bendir Platon á að einhver ein vera, sálin,
þurfi að vera til, þar sem öll skilningarvit komi saman. Annars hlytu
augljóslega að vera í okkur margar ótengdar skynjanir „eins og her-
menn í tréhesti". Grískir heimspekingar sem á eftir Platoni komu, eins
og Aristóteles, Stóumenn og Alexander, fylgdu honurn í þessu og
töldu nauðsynlegt að taka tillit til einingar skilningarvitanna þegar þeir
gerðu grein fyrir skynjuninni og sálinni yfirleitt. Alexander fjallar
ítarlegast og nákvæmast um þetta þeirra höfunda sem varðveist hafa.5
Eins og vænta mátti byggir hann kenningu sína á Aristótelesi í öllum
aðalatriðum, en vegna þess hve umfjöllun Alexanders er ítarleg dregur
hún frant í dagsljósið mörg álitamál sem leynast í greinargerð
Aristótelesar sjálfs. í riti sínu Um Sálina vakti Aristóteles máls á eftir-
farandi spumingu:
Ur því að við sjáum hið hvíta og hið sæta og hverja skynjun í tengslum
við aðra, í krafti hvers sjáum við að þær eru mismunandi? (426 b 13-
15).
Þetta reynist vera örðug spuming. Aristótelesi virðist augljóst að sama
skilningarvitið greini jafnvel andstæðar skynreyndir í sömu
athöfninni, en þó
er óhugsandi að sanra skynfærið verði fyrir áorkan andstæðra afla á
sama tíma, að því leyti sem það er óskipt og í óskiptum tíma. (426 b
30-33).
Alexander tekur upp þennan vanda og ræðir allítarlega. Hann kemst
að þeirri niðurstöðu að „undirstaða" allrar skynjunar sé hið sameigin-
lega skilningarvit (he koine aisþesis) sem sé að finna í miðstöð-
varskynfærinu, hjartanu. Hann tekur dæmi af miðju hrings og geislun
hans til að varpa ljósi á samband hins sameiginlega skilningarvits og
hinna sérstöku skilningarvita. Alexander segir:
5 Sjá Alexander frá Afródísías, De anima, s. 59-66 (Supplementum Aristotelicum,
Vol. II, I: Alexandri de anima liber cum mantissa, ritstj. J. Bruns (Berlin, 1887)).
Enska þýðingu og skýringar á De anima eftir Alexander má sjá í Tlte De Anima of
Alexander of Aplirodisias: A Translation and Commentary eftir Athanasios P.
Fotinis (Washington D. C. 1979).