Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 85

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 85
HUGUR Hvernig Descartes erfornlegur 83 ábyrgð á einingu skilningarvitanna.10 En að minni hyggju er þetta alrangt. Meginhlutverk hins sameiginlega skilningarvits í kenningum fylgismanna Aristótelesar, og það sem það dregur nafn sitt af, er að sameina skilningarvitin. Hjá Plótínosi næst þessi sameining í skynjuninni sjálfri. Einingu skynjandans hjá Plótínosi leiðir af allsherjar nálægð óskiptrar skynjandi sáiar í hverjum næmum hluta líkamans. Sem tilraun til þess að sætta hina augljósu einingu skynjunarinnar og þá jafn augljósu staðreynd að skynjun verður gegnum ólík skyn- færi, er skoðun Plótínosar bersýnilega einfaldari en skoðun Alexanders. Ef mönnum á annað borð virðist þörf á því að gera ráð fyrir afli sem býr yfir þeim eiginleikum sem Alexander eignar hinu sameiginlega skilningarviti, hvers vegna skyldi þá einskorða það við miðstöðvarskynfærið? Meginhugsunin í því að gera ráð fyrir mið- stöðvarskynfæri er að gera grein fyrir einingu skynjunarinnar, þess vegna gerir Alexander ráð fyrir því að boðin berist fyrst frá ytri skynfærum til hjartans.* 11 En eins og Alexander veit getur engin kenning af þessum toga gert fyliilega grein fyrir einingu skynjunar- innar, því að ef miðstöðin hefur rúmtak, þá vakna aftur sömu spurningarnar um hvernig sætta megi fjöld skynboða og einingu skynjunarinnar - innan miðstöðvarinnar sjálfrar. Plótínos víkur þó mest frá Alexander þegar hann dregur frumspeki- legar ályktanir af þessari kenningu: Plótínos heldur því fram að kenningin um allsherjarnálægð sálarinnar í hverjum hluta sýni að sálin sé af öðrum verufræðilegum toga en líkamar (IV. 2. 1 .-2.; VI. 4. 1, 13-24). Líkamar, segir hann, einkennast af því að hafa rúmtak (megeþos), sem þýðir að þeim má skipta í hluta þar sem hver um sig er frábrugðinn öðrum hlutum og heildinni. (IV 2. 1, 60-61) Sálinni, aftur á móti, verður ekki skipt á sama hátt, þó að hún sé í líkamanum og spanni hann að einhverju leyti. Jafnvel þótt sálin sé í líkamanum er ekki hægt að skipta henni í ólíka hluta með líkamanum, sem sýnir, að dómi Plótínosar, að eðli hennar sé að hafa ekki rúmtak (IV. 2. 1-2; VI. 4. 1). Hjá Plótínosi er innri munur skilningarvitanna horfinn ásamt aðgreiningu þeirra og hins sameiginlega skilningarvits. Og þetta er 10 Sjá Edward W. Warrcn, „Consciousness in Plotinus," Phronesis 9, (1964), s. 88 nmgr. 11 Alexander, De anima, s. 60-61.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.