Hugur - 01.01.1992, Side 91

Hugur - 01.01.1992, Side 91
HUGUR Hvernig Descartes erfornlegur 89 hvemig hið almenna skynjunarafl væri óskipt til staðar í skynfærinu. Samkvæmt Plótínosi felur þessi kenning í sér að sálin, sem verundar- form líkamans, hafi rúmtak og megi skipta í hluta eins og líkama: tengsl hennar við líkamann væru eins og lögun styttu við eirinn sem hún er búin til úr (IV.7.8'^, 5-8). En eins og við höfum séð er ekki hægt að skipta sálinni á þennan hátt að mati Plótínosar, og kenning Aristótelesar og fylgismanna hans lendir því í sömu ógöngum og efnishyggja Stóumanna, þ.e.a.s. að sálin verður deilanleg. Hér er ekki staður til að ræða það hversu sanngjörn þessi andmæli eru í garð kenningar Aristótelista, þ.e. að hvaða leyti sálin sé hliðstæð lögun eirstyttu. En því má bæta við að spumingin um deilanleika sálarinnar var ágreiningsefni meðal fylgismanna Aristótelesar um aldir og er sennilega enn. Heilagur Tómas hafnaði því alfarið að sálin hefði rúm- tak og væri deilanleg.19 Pomponazzi, sem var eindreginn fylgismaður Aristótelesar á endurreisnartíma, taldi hins vegar að allar sálargáfur mannssálarinnar hefðu rúmtak, en hafnaði því í fyrstu að skilnings- gáfan væri deilanleg, en dró þó í land á endanum.20 Hjá Plótínusi sjáum við þá athyglisverðu hugsun að sálin hafi eiginleika sem enginn líkamlegur hlutur geti yfirleitt haft. Eins og við höfum áður séð er rúmtak (megeþos) aðalkennimark líkama. Rúmtak einkennist aftur af því að það er óendanlega deilanlegt. Plótínos virðist telja að hver einn og einasti líkamlegur eiginleiki verði að eiga hlutdeild í kennimarki hins líkamlega, þ.e. verði að hafa rúmtak og eiga sér stað í rúmi og vera þannig deilanlegur í rúmi (IV. 2. 1, 34-40; cf. VI. 4. 1, 20-21). Fyrir Plótínosi er rúmtak því meira en eðlis- einkenni líkama í þeim skilningi að vera það sem hlutur þarf að hafa til að bera til þess að vera hlutur. Hann telur einnig að allir aðrir eiginleikar líkamans - litur, lögun, áferð o.s.frv. - hafi rúmtak í þeim skilningi að þeir séu deilanlegir í rúmi. Með orðalagi Descartes mætti segja að rúmtak sé frumeinkenni líkama, í þeim skilningi að það sé 19 Sjá Summa Tlieologia, I, 76, 4. 20 Sjá inngang Randalls að „De immortalitate animae" í Tlie Renaissance Pliilosophy of Man, eftir Pompanazzi, ritstj. Ernst Cassirer, Paul Oskar Kristeller og John Herman Randall (Chicago og London 1948), s. 276. Randall vísar í Apologia Petri Pompanatii Mantuani (Bologna 1519), 1, 3. kafla, og De nutritione et augmentatione í ritsafni Pomponazzis, Tractatus acutissimi, utillimi et mere Peripatetici (Feneyjum 1525) 1, 1 1. kafli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.