Hugur - 01.01.1992, Page 97
HUGUR
Hvernig Descartes erfornlegur
95
að eitthvað hafi verið af henni tekið, þegar skorinn er af mér
handleggur eða fótleggur eða hver annar líkamshluti sem er. ... Á hinn
bóginn get ég ekki hugsað mér neinn efnislegan eða rúman hlut, án
þess ég geti auðveldlega hlutað hann í sundur í huganum. Þetta hrykki
til að sanna mér fullkominn eðlismun sálar og líkama, þó svo ég hefði
aldrei áður gert mér grein fyrir honurn.'9
Eftir þetta segir Descartes, og er þar að vísa til fyrri rökfærslu sinnar í
Hugleiðingunum, að ef hann vissi þetta ekki annars staðar frá, þá
nægði þessi greinargerð til að sýna fram á að sál mannsins sé „skýrt
aðgreind frá líkamanum". I þessum kafla setur Descartes fram fram
skoðun sem svipar mjög til þess sem við höfum séð hjá Plótínosi: að
sálinni verði ekki skipt í hluta á sama hátt og Iíkamanum. Samtíma-
maður Descartes og landi, Pierre Gassendi reit eins og fleiri heldri
hugsuðir á þessum tíma andmæli við Hugleiðingarnar. Hann snýr út
úr orðum Descartes hér og segir:
Meinarðu að þú hafir þá ekki rúmtak, af því að þú sért heild í heild og
allur í heild í hverjum hluta hennar?30
Descartes neitar því ekki í svari sínu að ályktun Gassendis sé
heimil. í svari sínu segir hann nefnilega:
Vissulega skil ég nú að hugurinn spannar líkamann á engan annan hátt
en þann að hann er allur í honum öllum og allur í hverjum hluta hans.-^1
Þarna má greinilega heyra bergmál frá Plótínosi og Ágústínusi, sem
tekur upp rök Plótínosar í De trinitate, VI, 6 og í De immortalitate
animœ, XVI, 25 (8). Það er eftirtektarvert, að Descartes teflir fram
kenningunni um að hugurinn sé allur í öllum líkamanum á sama hátt
og Plótínos gerir, þegar til umræðu er sálin í tengslum sínum við
líkamann. Þar kemur fram sú „mynd“ af sálinni að hún sé að sumu
leyti algerlega rúmtakslaus vera, þ.e.a.s. skilningur, og að sumu leyti
hluttakandi í rúmtaki að því leyti sem hún myndar einingu með
líkamanum og telst spanna hann. En þar sem hún er öll í hverjum
hluta, myndar hún eininguna án þess að vera undirorpin skiptingu í
rúmi.
29 Óprentuð þýðing Þorsteins Gylfasonar á Hugleiðingum umfrumspeki, bls. 40.
30 Haldane og Ross, The Philosophical Works of Descartes, II, s. 198.
31 Sama rit, s. 255.