Hugur - 01.01.1992, Síða 99
HUGUR
Hvernig Descartes erfornlegur
97
Nú kynni einhver að segja að ég hafi aðeins drepið á fáeinar
smávægilegar hliðstæður sem komi aðalatriðunum sáralítið við, þó að
þær séu í sjálfu sér allrar athygli verðar. Það sem máli skiptir, mætti
segja, er nýrstárleiki hugmyndar Descartes þess efnis að sálin —
skilin þannig að hugtakið „cogitationes" spanni ekki aðeins kláða, kitl
og þess háttar, heldur líka drauma og hugsanir um þríhyrninga eða
eigindir guðdómsins, allt að því er virðist á jafnréttisgrundvelli — hafi
til að bera milliliðalausa og óvéfengjanlega þekkingu á sjálfri sér,
jafnvel þótt hún viti ekki hvort nokkuð annað sé til. Og það er vissu-
lega satt, að hugmyndin sé mikilvæg í heimspeki nútímans og að
Descartes eigi mestan þátt í því að hún var sett í fyrirrúm.
Það er almennt hald manna að samkvæmt skoðun Descartes gœtu
allar hinar ýmsu „cogitationes“ átt sér stað án þess að til væri nokkur
hlutur sem hefði rúmtak. Auðvelt er skilja Descartes á þennan hátt ef
menn einblína á efarök hans og cogito-rökin sem á eftir fylgja. En eins
og Margaret D. Wilson hefur sýnt fram á er þessi túlkun á Descartes
augljóslega röng.34 Hún bendir á að hjá Descartes eigi hrein hugsun
sér enga samsvörun við ytri veruleika yfirleitt, en því sé aftur á móti
ekki að heilsa þegar um skynjun eða ímyndun er að ræða. Ennfremur
bendir Wilson á að hin frægu rök Descartes fyrir greinannun sálar og
líkama í sjöttu hugleiðingu hvíli ekki á þeirri forsendu að skynjanir
eða ímyndanir megi hugsa sér óháð líkamanum, og að Descartes hafi
aldrei hugsað sér annað. Wilson heldur því fram, og styður mál sitt
gildum rökum að því er ég fæ best séð, að (1) Descartes hafi ekki talið
sig hafa skýrar og greinilegar hugmyndir um skynjanir og ímyndanir
og almennt um þær sálargáfur sem styðjast við líkamann;35 að (2)
hann hafi ekki talið að þessar sálargáfur væru hluti af eðli hans sem
hugsandi veru, en aftur á móti að hinn hreini skilningur væri það;36
(3) að sennilega hafi Descartes ekki einu sinni gert ráð fyrir því að
skynjunin væri hugsanlega óháð líkamanum.37
34 Margaret D. Wilson, „Cartesian Dualism" í Descanes: Critical and Interpretative
Essays, s. 197-211.
35 Sama rit, s. 207-208.
36 Sjötta hugleiðing (Haldane og Ross, The Pliilosopliical Works of Descartes, I, s.
78).
37 Wilson, s. 208-210. Hún vísar í kafla úr bréfi Descartesar við Elísabetu (AT III,
691-692; Descartes: Pliilosophical Letters, þýtt og ritstýrt af Anthony Kenny
(Oxford 1970), s. 141.