Hugur - 01.01.1995, Side 7
Inngangur ritstjóra
Sjöundi árgangur Hugar er bæði fjölbreytt og matarmikið, eins og
venja er. Þema heftisins er gervigreind, en um þau efni hefur næsta
lítið verið skrifað á íslensku. Það lætur nærri að erindi Jóns Torfa
Jónassonar og Þorsteins Gylfasonar á málþingi um gervigreind vorið
1985 (Stúdentablaðið 1985, 61:4) og ítarlegri erindi í fyrirlestra-
röðinni Af líkama og sál vorið 1992 (Aflíkama og sál, sex erindi um
manninn og mannshugann, Reykjavík 1992), séu það eina sem áður
hefur verið skrifað um þessi efni á íslensku. Það var því löngu kominn
tími til að stoppa í þetta gat þegar Atli Harðarson upplýsti seinasta
haust að hann væri búinn að skrifa fyrirlestur um gervigreind og þýða
greinina „Reikniverk og vitsmuni“ eftir Alan Turing, en hún er líklega
frægust allra greina um þessi efni. Þegar ég fór svo á stúfana að leita
eftir mönnum til yfírlesturs kom þriðja greinin upp í hendurnar á mér.
Mér var bent á að tala við Jörgen Pind og þegar ég bað hann um að
lesa yfír grein Atla tók hann því fagnandi og bætti svo um betur með
því að láta mig hafa tilbúna grein. Eftir allt þetta gat ég ekki annað en
reynt að leggja mitt af mörkum og þýddi grein Johns Searle, „Hugur,
heili og forrit“. Til að kóróna þemað sagði Mikael M. Karlsson mér
um það bil sem jólaannir hófust, að hann vildi gjarnan skrifa stutta
grein um nýjustu strauma í gervigreind og gervilífi, en hann var þá
nýkominn af alþjóðlegri ráðstefnu um þessi efni. Útkoman er ærleg
bragarbót á íslensku lesefni um gervigreind.
Auk þemans birtast hér tvær greinar, „Gildi boð og ástæður“ eftir
Þorstein Gylfason og „Hvar greinir okkur á?“ eftir W. V. Quine.
Grein Þorsteins varð upphaflega til sem viðbragð við ritdeilu Kristjáns
Kristjánssonar og Vilhjálms Árnasonar. Kveikjan að ritdeilunni var
samdrykkja um siðfræði sem Félag áhugamanna um heimspeki hélt á
páskum 1984 en þar töluðu þeir allir, Kristján, Vilhjálmur og
Þorsteinn. Erindi Vilhjálms á þessari samdrykkju birtist í
Samfélagstíðindum 5. árg. 1985. Fimm árum síðar birti Kristján svar
við erindi Vilhjálms í sama tímariti, en þar er svo einnig viðbragð
Vilhjálms við þessu svari. Erindið sem Kristján hélt á samdrykkjunni
var hins vegar fyrst prentað í greinasafni hans, Þroskakostum, sem