Hugur - 01.01.1995, Side 8
Rannsóknastofnun í siðfræði gaf út árið 1992 en þar er svarið frá 1990
einnig endurprentað.
Grein Quines fjallar um heimspeki hans og Donalds Davidson, sem
var nemandi Quines og virðist ýmist algerlega sammála eða algerlega
ósammála læriföður sínum. Greinina skrifaði Quine fyrir óútkomið
safnrit um heimspeki Davidsons. Svo enn sem fyrr er Hugur fyrstur
með fréttirnar!
Hugur er nú efnismeiri en áður. Það er von ritstjóra að hann megi
halda þessari stærð og reisn áfram en til að svo megi verða þarf að
auka útbreiðslu ritsins.
Eins og sjá má eru tveir menn nú titlaðir ritstjórar. Ólafur Páll
Jónsson sá um efnisöflun og allt sem að henni snéri, en Harladur
Ingólfsson tók að sér lokafrágang verksins, tölvuvinnslu og umbrot.
Ritstjórar
Leiöréttingar
á grein Mikaels M. Karlssonar„Meinbugur á rökleiðslu frá alhœfum
forskiftum til sérhœfra “ sem birtist ( Hug 6 (1993-1994), bls. 91-110:
Sökum þess að höfundur ofannefndrar greinar var í rannsóknaleyfi og
staddur í Frakklandi þegar sjötta hefti Hugar var í vinnslu fékk hann
aldrei að skoða síðustu próförkina og nokkrar ljótar villur sluppu í
gegnum yfirlestur ritstjórnar. Þær eru taldar upp hér að neðan og
leiðréttar:
bls. 99: Kaflanúmer „VI“ ætti að vera „V“.
bls. 106: Skáletruð orð innan sviga í annarri og þriðju línu, „normative statements"
(sem er enska heitið á orðinu „venjustaðhæfing"), ættu að vera „normic
statements", það er að segja „venjustaðhæfing" er fslensk þýðing á „normic
statement" sem er nýyrði Michaels Scriven. Þessi villa er afar óheppileg vegna
þess að í greininni er einmitt reynt að sýna fram á það að forskriftir, í þeim
skilningi sem fjallað er um í neðanmálsgrein 3 á bls. 92 (normative statements),
megi skilja í mörgum tilfellum sem venjustaðhœfmgar (normic statements).
bls. 106-109: í eldri gerð textans var „normic statement" þýtt sem ,/egludómur“. Síðan
var ákveðið að þýða „normic statement" sem „venjustaðhæfing", sem er ekki jafn
falleg þýðing en er réttari. Breytingin komst því miður ekki alls staðar til skila,
þannig að orðið „regludómur" (með ýmsum beygingum) kemur fyrir víða í síðustu
köflum textans: bls. 106, 4. lína, 6. lína, 8. Ifna og 15. lína; bls. 107, 9. lína (í
orðasambandinu „regludómaályktanirnar") og bls. 109, 25. textalína. Á öllum
ofangreindum stöðum ætti „venjustaðhæfing" að koma í stað „regludómur" (ásamt
öðrum smábreytingum sem stafa af kynjamuni þessara tveggja orða).