Hugur - 01.01.1995, Síða 16
HUGUR 7. ÁR, 1994-1995
s. 14-31
Þorsteinn Gylfason
Gildi, boð og ástæður
i
Tildrög og yfirlit
Þessi ritgerð á rætur í annarri lengri. Sú er „Valdsorðaskak“ sem ég
samdi haustið 1980 handa vini mínum Tómasi Guðmundssyni
áttræðum.1 Ein einasta setning úr þessari afmælisgjöf blandaðist eftir
dúk og disk inn í ritdeilu milli Vilhjálms Árnasonar og Kristjáns
Kristjánssonar sem birtist í tímaritinu Samfélagstíðindum.2 3 Þessi
ritdeila fór fram hjá mér í fáein ár. Þegar ég loksins sá hana var orðið
allt of seint að blanda sér í hana. Hins vegar átti ég færi á því í janúar
1994 að taka þetta mál upp aftur, og þá í nokkurri samvinnu við
Vilhjálm. Við héldum sameiginlegar kennslustundir um efnið í
Háskóla íslandsÁ
Ég er ekki siðfræðingur, og hef gert lítið af því að skipta mér af
tiltektum siðffæðinga sem hafa verið fjörlegar með köflum á íslandi á
síðustu árum, ekki sízt hjá Vilhjálmi Árnasyni. En það vill svo til að
engin grein heimspekinnar er eyland. Og þegar siðfræðingar taka að
huga að undirstöðum siðfræðinnar, í stað þess að hugsa um afmörkuð
1 Afmlceliskveðja til Támasar Guðmundssonar, Almenna bókafélagið, Reykjavík 6.
janúar 1981, 195-224.
2 Sjá fyrst „Er siðferðileg hluthyggja réttlætanleg?" í Þroskakostum Kristjáns
Kristjánssonar, Rannsóknastofnun í siðfræði, Reykjavík 1992, 17-32, því næst
„Um gæði og siðgæði" eftir Vilhjálm Ámason í Samfélagstíðindum 5ta árgangi
1985, og loks greinarnar „Að vita og vilja.—Síðbúin kveðja til Vilhjálms
Ámasonar" eftir Kristján Kristjánsson og „Að skila ull eða æla gorinu.—Tekið
undir kveðju Kristjáns Kristjánssonar" eftir Vilhjálm Ámason sem báðar birtust í
Samfélagstíðindum lOda árgangi 1990. „Að vita og vilja“ birtist líka í
Þroskakostum, 33-40.
3 Miðvikudagskvöldið 2an marz 1994 flutti ég fyrirlestur um sama efni í
Háskólanum á Akureyri þar sem Kristján Kristjánsson hlýddi á mál mitt og tók
þátt í umræðum. Ég þakka honum og öðmm Akureyringum fyrir viðtökumar. En
einkum þakka ég Vilhjálmi fyrir samvinnuna. Mikael Karlsson á líka þakkir
skildar fyrir að hafa veitt mér lið við að búa mál mitt til prentunar eins og oft
áður.