Hugur - 01.01.1995, Side 22

Hugur - 01.01.1995, Side 22
20 Þorsteinn Gylfason HUGUR viljum gera það sem okkur ber að gera,1^ og þetta virðist einfaldast að skilja sem svo að ef við gefum okkur að viljinn sé fyrir hendi þá séum við röklega knúin til að fallast á niðurstöðuna. Með öðrum orðum að þá leiði niðurstöðuna af forsendunum. Ef þetta er það sem Kristján hefur í huga er það rangt hjá honum. Lítum á ályktun: Birtíngur er skemmtileg bók. Ég vil lesa skemmtilega bók. Þar af leiðir: Ég á að lesa Birtíng. Ályktunin er ógild. Niðurstöðuna leiðir ekki af forsendunum. Það er leikur einn að fallast á forsendurnar og neita niðurstöðunni. Til dæmis get ég sagt að ég eigi heldur að lesa einhverja aðra skemmtilega bók, eða þá að ég eigi heldur að hlusta á útvarpið—sem þýðir að sjálfsögðu ekki að ég þurfi að neita því að ég vilji lesa skemmtilega bók. Eins er þessi ályktun ógild: Veiðileyfakerfi gerir þjóðfélagið réttlátara. Ég vil stuðla að réttlátara þjóðfélagi. Þar af leiðir: ég á að berjast fyrir veiðileyfakerfi. Ég gæti barizt með því til dæmis að skrifa í blöðin eða ganga í einhvern stjórnmálaflokk og hamast þar. Ályktunin er ógild vegna þess að ég get auðveldlega neitað niðurstöðunni þótt ég játi forsendunum, svo sem á þeirri forsendu að aðrir séu miklu betur til þess fallnir en ég að fjalla um veiðileyfi í blöðunum, eða þá að ég hafi annað og betra að gera við tíma minn en að atast í einhverjum stjórnmálaflokki. Svo að viljalýsingar eru ekki forsendur til viðbótar við gildisdóma í gildum ályktunum þar sem niðurstöðurnar eru boð. Enda hafði ég svolítið annað í huga upphaflega en Kristján virðist vilja gera úr því. 13 „Að vita og að vilja" í Þroskakostum, 37.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.