Hugur - 01.01.1995, Síða 23

Hugur - 01.01.1995, Síða 23
HUGUR Gildi, boð og ástœður VII 21 Ástæður til breytni Við sögðum að það væri heilbrigð skynsemi að segja að okkur beri ekki að stuðla að því að dýr hafi það sem það þarf nema við viljum að það dafni, eða að við eigum ekki að lesa Birtíng nema við viljum lesa bók af því tæi, eigum ekki að berjast fyrir veiðileyfum nema við viljum réttlátari eða hagkvæmari stjórn á fiskveiðum. Hver er hugsunin í þessum staðhæfingum? Hugsunin er sú að viljinn veitir okkur ástæðu til breytni eftir boðinu. Og ástæða til breytni er annað en forsenda í ályktun. Ég hef bersýnilega ástæðu til að lesa Birtíng ef ég veit að hann er skemmtileg bók og ég vil lesa skemmtilega bók. Viljinn gerir gildisdóminn að ástæðu til athafna. Dómurinn er engin ástæða til athafna fyrir mann sem hefur engan vilja til að lesa skemmtilegar bækur. Vilhjálmur segir: Ég held að það sé ljóst að vitneskja bóndans um það hvað túninu hans er fyrir beztu jafngildi rökum fyrir því hvað honum beri að gera, líkt og vitneskja mín um það hvað börnum mínum er fyrir beztu jafngildir rökum fyrir því hvað mér ber að gera.14 Hér ber að gæta vel að orðinu „rök“. Ef rök eru hér forsendur í gildum ályktunum—forsendur sem siðaboðin leiðir af—þá er þetta rangt í ljósi þess sem fram er komið. En kannski á Vilhjálmur ekki við rök í þeim stranga skilningi orðsins. Kannski á hann ekki við annað með orðinu „rök“ en ástæður til breytni. Þá er það sem hann segir ekki beinlínis rangt. En það vantar í það tilvísun til viljans sem gerir vitneskjuna að ástæðu til breytni. Ef til vill má segja að Vilhjámur gefi sér viljann án þess að nefna hann. Hann gefur sér hann sem hvern annan sjálfsagðan hlut. Bóndi vill komast af. Faðir vill börnum sínum vel. En viljinn er ekki sjálfsagður hlutur. Bóndi gerir ekkert fyrir skemmt tún sem þó væri hægur vandi því hann vill heldur fá bætur úr einhverjum sjóði. Faðir gerir ekkert til að forða syni sínum frá mistökum því hann vill að 14 „Um gæði og siðgæði", 28.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.