Hugur - 01.01.1995, Side 28

Hugur - 01.01.1995, Side 28
26 Þorsteinn Gylfason HUGUR Er þetta boð víkjandi eða ríkjandi? Það er bersýnilega ríkjandi í skilningi Wittgensteins. Dómarinn dregur ekki dóminn til baka ef tennisleikari segist ekki hafa neinn áhuga á reglunum. Hann segir: Þú ert að spila tennis og átt að fyigja reglunum eða Brot er brot hvort sem þú hefur áhuga á því eða ekki. Hér er komin ástæðan til að nota orðin „ríkjandi“ og „vfkjandi" um boðin í stað orða þeirra Wittgensteins og Kants „skilorðsbundinn“ og „skilyrðislaus". Hjá þeim kveða skilyrðislaus boð á um skilyrðislausa skyldu, skyldu sem öll rök knýðu hvern einasta mann til að hlýða segir Wittgenstein.22 Og þetta verður næstum sjálfsagður hlutur í ljósi orðanotkunar þeirra. En það er ekki sjálfsagður hlutur. Dómar í tennis eru skilyrðislaus boð í skilningi Wittgensteins og ríkjandi boð í skilningi mínum. En það ber auðvitað engum manni skilyrðislaus skylda til að virða leikreglur í tennis. Maður hefur enga ástæðu til að virða reglurnar nema hann vilji leika réttan tennis eða vilji vinna í kappleik eða vilji þóknast dómaranum. Ef hann er að leika sér, og þeim sem hann spilar við stendur á sama, þá getur hann sem bezt látið allar reglur lönd og leið. Hér höfum við því ríkjandi boð en enga skilyrðislausa skyldu. Svo að ríkjandi boð þurfa ekki að kveða á um skilyrðislausa skyldu. Fjöldamörg reglukerfí sem við búum við önnur en leikreglur samanstanda af ríkjandi boðum, þar á meðal mannasiðir, reglur um rétt og rangt mál og lög. Ef maður ætlar að brjóta lög og ég segi: Þú átt ekki að gera þetta, það er lögbrot! þá tek ég boðið ekki aftur ef hann segir mér að sér sé skítsama hvort hann brjóti lög eða ekki. En engin þessara ríkjandi boða kveða á um skilyrðislausar skyldur. Þá er von að spurning vakni um siðferðið. Reglur þess eru ríkjandi reglur en ekki víkjandi. En kveða þær á um skilyrðislausar skyldur? 22 Ludwig Wittgenstein: „Fyrirlestur um siðfræði", 53.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.