Hugur - 01.01.1995, Page 37
HUGUR
Reikniverk og vitsmunir
35
möguleika að verkfræðingur, eða hópur verkfræðinga, smíði vél sem
virkar án þess þeir geti útskýrt almennilega hvernig hún virkar, því
þeir gætu hafa beitt aðferðum sem eru að miklu leyti á tilraunastigi.
Hins vegar viljum við útiloka að menn sem fæðast með venjulegum
hætti leiki hlutverk vélarinnar. Það er erfitt að setja fram
skilgreiningar sem uppfylla öll þessi þrjú skilyrði. Það mætti ef til
vill krefjast þess að verkfræðingarnir séu allir af sama kyni, en þessi
krafa dugar þó ekki því sennilega er mögulegt að láta fullskapaðan
mann vaxa upp af einni frumu (til dæmis) úr mannshúð. Þetta væri
líftæknilegt afrek sem ætti hið mesta lof skilið, en við mundum
tæpast álíta það dæmi um „smíði á vél sem getur hugsað“. Ætli við
verðum ekki að hafna því skilyrði að beita megi hvers kyns
verkfræðilegum tæknibrögðum. Þetta veitist okkur léttara ef við
höfum hliðsjón af þeirri staðreynd að sá áhugi sem menn hafa á
hugsandi vélum nú á dögum hefur vaknað vegna einnar sérstakrar
vélar, sem yfirleitt er kölluð „rafreiknir" (electronic computer) eða
„stafræn tölva“ (digital computer). I samræmi við þetta leyfum við
engum öðrum vélum en stafrænum tölvum að taka þátt í leiknum.
Við fyrstu sýn virðast þetta ansi ströng skilyrði. En ég ætla að
reyna að sýna fram á að þau séu það í raun og veru ekki. Til þess
verð ég að gera stuttlega grein fyrir eðli og eiginleikum þessara tölva.
Það má segja að það að einskorða vélar við stafrænar tölvur eigi
það sameiginlegt með aðferð okkar til að skera úr um hvort vél hugsar
að þetta er því aðeins ófullnægjandi að í ljós komi að starfænar tölvur
séu (öfugt við það sem ég held) ófærar uni að leika Ieikinn vel.
Nú þegar eru til allnokkrar stafrænar tölvur sem virka og það má
spyrja, „Hví ekki að prófa strax að láta þær leika þennan leik? Það er
auðvelt að uppfylla öll skilyrði leiksins. Það mætti nota hóp af
spyrlum og safna tölfræðilegum upplýsingum um hve oft þeir komast
að réttri niðurstöðu." Þessu má svara svo í stuttu máli að spurningin
snúist hvorki um hvort allar stafrænar tölvur mundu standa sig vel í
þessum leik né um framistöðu þeirra tölva sem nú eru til, heldur um
það hvort hugsanlegt sé að búa til tölvu sem stendur sig vel í
hermileiknum. Þetta var bara stutt svar. Við eigum eftir að sjá
spurninguna í öðru ljósi.