Hugur - 01.01.1995, Qupperneq 37

Hugur - 01.01.1995, Qupperneq 37
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 35 möguleika að verkfræðingur, eða hópur verkfræðinga, smíði vél sem virkar án þess þeir geti útskýrt almennilega hvernig hún virkar, því þeir gætu hafa beitt aðferðum sem eru að miklu leyti á tilraunastigi. Hins vegar viljum við útiloka að menn sem fæðast með venjulegum hætti leiki hlutverk vélarinnar. Það er erfitt að setja fram skilgreiningar sem uppfylla öll þessi þrjú skilyrði. Það mætti ef til vill krefjast þess að verkfræðingarnir séu allir af sama kyni, en þessi krafa dugar þó ekki því sennilega er mögulegt að láta fullskapaðan mann vaxa upp af einni frumu (til dæmis) úr mannshúð. Þetta væri líftæknilegt afrek sem ætti hið mesta lof skilið, en við mundum tæpast álíta það dæmi um „smíði á vél sem getur hugsað“. Ætli við verðum ekki að hafna því skilyrði að beita megi hvers kyns verkfræðilegum tæknibrögðum. Þetta veitist okkur léttara ef við höfum hliðsjón af þeirri staðreynd að sá áhugi sem menn hafa á hugsandi vélum nú á dögum hefur vaknað vegna einnar sérstakrar vélar, sem yfirleitt er kölluð „rafreiknir" (electronic computer) eða „stafræn tölva“ (digital computer). I samræmi við þetta leyfum við engum öðrum vélum en stafrænum tölvum að taka þátt í leiknum. Við fyrstu sýn virðast þetta ansi ströng skilyrði. En ég ætla að reyna að sýna fram á að þau séu það í raun og veru ekki. Til þess verð ég að gera stuttlega grein fyrir eðli og eiginleikum þessara tölva. Það má segja að það að einskorða vélar við stafrænar tölvur eigi það sameiginlegt með aðferð okkar til að skera úr um hvort vél hugsar að þetta er því aðeins ófullnægjandi að í ljós komi að starfænar tölvur séu (öfugt við það sem ég held) ófærar uni að leika Ieikinn vel. Nú þegar eru til allnokkrar stafrænar tölvur sem virka og það má spyrja, „Hví ekki að prófa strax að láta þær leika þennan leik? Það er auðvelt að uppfylla öll skilyrði leiksins. Það mætti nota hóp af spyrlum og safna tölfræðilegum upplýsingum um hve oft þeir komast að réttri niðurstöðu." Þessu má svara svo í stuttu máli að spurningin snúist hvorki um hvort allar stafrænar tölvur mundu standa sig vel í þessum leik né um framistöðu þeirra tölva sem nú eru til, heldur um það hvort hugsanlegt sé að búa til tölvu sem stendur sig vel í hermileiknum. Þetta var bara stutt svar. Við eigum eftir að sjá spurninguna í öðru ljósi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.