Hugur - 01.01.1995, Page 45

Hugur - 01.01.1995, Page 45
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 43 þó að um aldamót hafi málnotkun og skoðanir upplýsts almennings breyst nóg til þess að menn geti talað um að vélar hugsi án þess að búast við neinum andmælum. Ég held ennfremur að það þjóni engum tilgangi að leyna þessum skoðunum. Það er rangt sem svo margir halda að vísindamenn fylgi ófrávíkjanlega leið sem dregin er frá einni öruggri staðreynd til annarrar öruggrar staðreyndar og láti tilgátur aldrei hafa nein áhrif á sig. Sé það aðeins ljóst hvað eru öruggar staðreyndir og hvað eru tilgátur þá er engin hætta á ferðum. Tilgátur eru afar mikilvægar því þær vísa leiðina að þarflegum rannsóknar- efnum. Ég ætla nú að velta fyrir mér skoðunum sem eru andstæðar mínum eigin. Guðfrœðilegu andmœlin Hugsunin er viðfangsefni ódauðlegrar sálar. Guð hefur gefið hverjum karli og hverri konu ódauðlega sál, en hvorki dýrum né vélum. Dýr og vélar geta því ekki hugsað.1 Ég get ekki fallist á neitt af þessu en ætla samt að reyna að svara með guðfræðilegum rökum. Mér þættu þessi rök sennilegri ef dýrin væru flokkuð með mönnum því í mínum huga er meiri munur á lifandi verum og dauðum hlutum heldur en á manni og dýri. Það verður ljósara hve röklaus þessi réttrúnaður er ef við hugleiðum hvernig hann mundi líta út x augum fólks af öðrum trúflokkum. Hvað finnst kristnum mönnum um þá skoðun múslima að konur hafi enga sál? Látum þetta annars liggja á milli hluta og snúum okkur aftur að meginrökfærslunni. Mér virðist að þau rök sem voru endursögð hér að framan leiði af sér að almætti Guðs sé stórlega takmarkað. Það er viðurkennt að vissa hluti geti hann ekki gert, eins og að láta einn vera jafn mikið og tvo, en eigum við ekki að trúa því að Guði sé frjálst að láta fíl hafa sál ef honum býður svo við að horfa? Það má gera ráð fyrir að hann mundi ekki gera þetta nema breyta um leið heila fflsins svo hann ráði við að uppfylla þarfir sálarinnar. 1 Þetta er kannski villutrú. Heilagur Tómas frá Akvínó (Summa Theologica, tilvitnun úr Bertrand Russell 1945, bls. 458) segir að Guð geti ekki látið mann vera án sálar. Það þarf þó ekki að vera að þetta takmarki mátt hans því ef til vill er þetta bara afleiðing þess að þar sem mannssálin er ódauðleg er ómögulegt að eyða henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.