Hugur - 01.01.1995, Síða 47

Hugur - 01.01.1995, Síða 47
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 45 Ég álít þessi rök ekki svo merkileg að það sé þörf á að hrekja þau. Það er eðlilegra að bregðast við þeim með því reyna að hugga fólk og kannski má sækja einhverja huggun í sálnaflakk. Stœrðfrœðilegu andmœlin Það má nota ýmsar niðurstöður rannsókna í stærðfræðilegri rökfræði til þess að sýna fram á að stakrænum vélum eru takmörk sett. Af þessum niðurstöðum er setning Gödels (1931) einna frægust. Hún segir að í öllum rökfræðilegum kerfum, sem eru nægilega öflug, sé hægt að orða fullyrðingar sem verða hvorki sannaðar né hraktar innan kerfisins, nema kerfið sé sjálfu sér ósamkvæmt. Church (1936), Kleene (1935), Rosser og Turing (1937) hafa allir komist að niðurstöðum sem eru að ýmsu leyti svipaðar. Það er þægilegast að líta á niðurstöðu þess síðastnefnda því hún fjallar beinlínis um vélar, en niðurstöður hinna er aðeins hægt að nota með fremur óbeinum hætti hér. Ef við ætlum til dæmis að nota setningu Gödels, þá verðum við að bæta við hana einhverjum aðferðum til að lýsa rökkerfum sem vélum og vélum sem rökkerfum. Sú niðurstaða sem hér um ræðir fjallar um vélar sem eru í eðli sínu ekkert annað en stafrænar tölvur með óendanlega stórri geymslu. Hún kveður á um vissa hluti sem þessar vélar geta ekki gert. Séu þær dubbaðar upp í að sitja fyrir svörum, eins og í hermileiknum, þá er hægt að leggja fyrir þær spurningar sem þær munu annað hvort svara rangt eða alls ekki, sama hvað þeim er gefinn langur tími. Það geta að sjálfsögðu verið til margar svona spurningar og þær sem ein vél ræður ekki við þeim getur önnur kannski svarað. Hér er um að ræða spurningar sem hægt er að svara með ,Já“ eða „Nei“ fremur en spurningar á borð við „Hvað fínnst þér um Picasso?“ Þessar spurningar sem við vitum að vélamar geta ekki svarað eru á forminu „Hugsaðu þér vél sem lýsa má á eftirfarandi hátt ... Mun þessi vél nokkurn tíma gefa svarið "Já" þegar einhver spurning er lögð fyrir hana?“ í stað punktanna á að koma lýsing á stöðluðu formi sem gæti verið eitthvað lfk lýsingunni í §5. Ef vélin sem lýst er hefur ákveðin, tiltölulega einföld, vensl við vélina sem situr fyrir svörum, þá má sýna fram á að annað hvort hlýtur hún að gefa rangt svar eða ekkert. Þetta er hin stærðfræðilega niðurstaða og því er haldið fram að hún sanni að vélar séu háðar takmörkunum sem mannshugurinn er laus við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.