Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 50

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 50
48 Alan M. Turing HUGUR framan þá held ég að hann mundi ekki lýsa þeim sem „einföldum brögðum". Því orðalagi er fremur ætlað að lýsa aðferðum á borð við þá að láta hljóðupptöku, þar sem einhver les sonnettu, inn í vélina ásamt rofum sem setja hana í gang við og við. í stuttu máli sagt held ég hægt sé að sannfæra flesta sem halda fram þessum rökum með tilvísun til meðvitundar um að rétt sé gefa þau upp á bátinn til að þurfa ekki að fallast á sjálfsveruhyggju. Þeir mundu þá að líkindum vera til í að samþykkja prófið okkar. Ég vil ekki að mál mitt skiljist svo að ég neiti því að meðvitundin sé leyndardómsfull. Það er til dæmis eitthvað mótsagnakennt við allar tilraunir til að staðsetja hana. En ég held að það sé ekki nauðsynlegt að komast til botns í þessum leyndardómum til þess að svara þeirri spurningu sem hér er til umræðu. Rök leidd afýmiss konar vanhæfni Þessi rök eru á forminu, „Ég skal fallast á að þú getir búið til vél sem gerir allt þetta sem þú hefur nefnt en þú getur aldrei búið til vél sem gerir X“. Það er æði margt látið koma í stað X í þessu sambandi. Hér eru nokkur dæmi: Yera blíðlynd, úrræðagóð, falleg, vingjarnleg, taka frumkvæði, hafa kímnigáfu, þekkja mun á réttu og röngu, gera mistök, verða ástfangin, þykja jarðarber með rjóma góð, láta einhvern verða skotinn í sér, læra af reynslunni, haga orðum sínum rétt, vera viðfang eigin hugsunar, sýna jafn fjölbreytilega hegðun og maður, gera eitthvað algerlega nýtt. Yfírleitt eru engin rök færð fyrir þessum fullyrðingum. Ég held að þær séu yfirleitt byggðar á vísindalegri aðleiðslu. Einhver hefur séð mörg þúsund vélar um æfína. Af því sem hann hefur séð leiðir hann ýmsar alhæfingar eins og: vélar eru ljótar, hver þeirra er hönnuð til að þjóna mjög þröngt afmörkuðum tilgangi og ef það á að gera hlutina ofurlítið öðru vísi þá er hún gagnslaus, þær sýna lítinn fjölbreytileika í hegðun o.s.fr. Eins og eðlilegt er álykta menn að allar vélar hljóti nauðsynlega að hafa þessa eiginleika. Margar þessar takmarkanir tengjast því hvað vélar hafa yfirleitt lítið geymslurými. (Ég geri ráð fyrir að hægt sé að útvíkka hugmyndina um geymslurými þannig að hún geti átt við aðrar vélar en stakrænar vélar. Það er ekki þörf á fullkominni skilgreiningu þar sem hér er ekki fjallað um efnið af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.