Hugur - 01.01.1995, Side 54

Hugur - 01.01.1995, Side 54
52 Alan M. Turing HUGUR stundarsakir með því að bera fyrir sig málsháttinn „Ekkert er nýtt undir sólinni.“ Hver getur verið þess fullviss að „frumlegt verk“ sem eftir hann liggur hafí ekki sprottið upp af einhverju sem honum hefur verið kennt eða sé tilkomið vegna þess að hann fylgdi vel þekktum almennum reglum. Betra tilbrigði við þessi andmæli er að segja að vél geti aldrei „komið okkur á óvart“. Þessi fullyrðing kemur beint að efninu og það er hægt að snúa sér beint til varnar. Vélar koma mér oft á óvart. Þetta er að miklu leyti vegna þess að ég reikna ekki út hvers vænta má af þeim, eða réttara sagt, þó ég reikni þá geri ég það kæruleysislega og í flýti og tek áhættu. Ég segi kannski við sjálfan mig, „Spennan hér er sjálfsagt sú sama og þarna, gerum alla vega ráð fyrir að svo sé.“ Að sjálfsögðu skjátlast mér oft og niðurstaðan kemur mér á óvart því þegar hlutirnir gerast er ég búinn að gleyma þessum ágiskunum. Ef til vill gefa þessar játningar einhverjum tilefni til siðapredikana yfir mér en enginn hefur neina ástæðu til að efast um að ég verði stundum hissa á hegðun vélanna. Ég býst ekki við að þetta dugi til að þagga niður í andmælendum mínum. Þeir eru vísir til að segja að undrun mína megi rekja til eigin skapandi hugarstarfs og vélin eigi ekkert hrós skilið fyrir það. Þetta leiðir okkur langt frá þeirri hugmynd að vél geti ekki komið manni á óvart og við erum aftur komin að rökunum sem voru leidd af meðvitundinni. Við hljótum að líta svo á að við höfum lokið þeirri umræðu en kannski er þó rétt að benda á að það að finnast eitthvað koma sér á óvart krefst jafnmikils „skapandi hugarstarfs" hvort sem undrunarefnið á uppruna sinn hjá manni, bók, vél eða einhverju öðru. Sú skoðun að vélar geti ekki komið á óvart stafar, að ég held, af villu sem heimspekingar og stærðfræðingar eru sérlega gjarnir á að gera. Þessi villa er í því fólgin að álíta að um leið og manni er kynnt einhver staðreynd þá spretti allar afleiðingar hennar fram í huga hans. Það er í mörgum tilvikum gagnlegt að gera ráð fyrir þessu og helst til auðvelt að gleyma því að þetta er ósatt. Eðlileg afleiðing þessa er að álíta að það þurfi engar sérstakar gáfur til að draga ályktanir af upplýsingum og almennum reglum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.