Hugur - 01.01.1995, Síða 57

Hugur - 01.01.1995, Síða 57
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 55 hvern sem er skoða útkomurnar sem vélin skilar og reyna að nota þær til að afla nægilegrar þekkingar á forritinu til að geta spáð hvað kemur út þegar inntakinu er gefið gildi sem ekki hefur áður verið prófað. Rök leidd af dulskynjun Ég geri ráð fyrir að lesandinn sé kunnugur hugmyndinni um dulskynjun og kannist við fjórar gerðir hennar, þ.e. hugsanaflutning, skyggnigáfu, forspá og fjarhrif [psychokinesis]. Þessi furðulegu fyrirbæri virðast í andstöðu við allar vísindalegar hugmyndir. Við vildum gjarna afskrifa þau! En því miður eru þau, að minnsta kosti hugsanaflutningur, vel staðfest af tölfræðilegum gögnum. Það er afar erfitt að koma þessum staðreyndum heim og saman við hugmyndir sínar. Þegar maður hefur fallist á þær er ekki langt í trú á drauga og illa anda. Meðal þess fyrsta sem þá fær að íjúka er sú hugmynd að lfkami manns hreyfist einfaldlega í samræmi við þekkt eðlisfræðileg lögmál, og álíka lögmál sem á eftir að uppgötva. í mínum huga vega þessi rök nokkuð þungt. Maður getur svo sem svarað því til að margar vísindakenningar nýtist ágætlega þótt þær komi ekki heim við dulskynjun og manni gangi í raun ágætlega þó hann láti sem dulskynjun sé ekki til. En þetta er lítil huggun og maður óttast að hugsunin sé einmitt fyrirbæri af því tagi sem stendur í sérlega nánum tengslum við dulskynjun. Af dulskynjun má leiða afmarkaðri rök eitthvað á þessa leið: „Leikum hermileik og látum mann sem á gott með að taka á móti hugskeytum og stafræna tölvu sitja fyrir svörum. Spyrillinn getur lagt fyrir þau spurningar eins og „Af hvaða lit er spilið sem ég held í hægri hönd?“ Vegna hugsanaflutnings eða skyggnigáfu svarar maðurinn 130 af 400 spurningum rétt. Vélin getur aðeins látið tilviljun ráða og svarar kannski 104 spurningum rétt, svo spyrillinn getur þekkt manninn frá vélinni.“ Hér opnast áhugaverður möguleiki. Gerum ráð fyrir að tölvan innihaldi slembitalnagjafa sem velur tölur af handahófi. Það er þá eðlilegt fyrir hana að nota hann til að ákveða hvernig hún svarar. En kannski verður slembitalangjafinn fyrir fjarhrifum frá spyrlinum. Kannski geta þessi íjarhrif fengið vélina til að gefa fleiri rétt svör en líkindareikningur gefur okkur tilefni til að áætla svo spyrlinum verði ómögulegt að þekkja hana frá manninum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.