Hugur - 01.01.1995, Side 58

Hugur - 01.01.1995, Side 58
56 Alan M. Turíng HUGUR Á hinn bóginn má segja sem svo að hann gæti þekkt manninn frá tölvunni með skyggnigáfunni einni án þess að leggja neinar spurningar fyrir þau. Þegar dulskynjun er komin í spilið getur allt gerst. Sé gert ráð fyrir hugsanaflutningi þá verður að setja strangari reglur um prófið. Það má líta svo á að þetta sé hliðstætt því ef spyrillinn talaði við sjálfan sig og annar viðmælandi hans legði eyrað að veggnum og hlustaði. Til að fullnægja öllum skilyrðum þarf að koma keppendum fyrir í „hugskeytaheldum klefa“. 7. Vélar sem lœra Lesandinn hefur sjálfsagt gert sér grein fyrir því að ég hef engin mjög sannfærandi rök fyrir skoðunum mínum. Ef ég hefði slík rök þá hefði ég ekki lagt svo mikið á mig til að benda á villur hjá þeim sem halda fram andstæðum skoðunum. En nú skal ég gera grein fyrir því sem ég get sagt máli mínu til stuðnings. Snúum okkur aftur að andmælum frú Lovelace sem voru á þá leið að vél geti ekki gert annað en það sem við segjum henni að gera. Það má skilja þetta svo að maður geti „sprautað" hugmynd inn í vélina, og hún bregðist við að einhverju marki en viðbrögðin dofni svo eins og í píanóstreng sem er sleginn með hamri. Önnur samlíking gæti verið kjarnakleyft efni með massa undir þeim mörkum að það geti sprungið. Hugmyndin samsvarar þá nifteind sem kemur inn í efnið utan frá. Hver slfk nifteind veldur óróa í efninu sem hjaðnar á endanum. En sé bætt við meira kjarnakleyfu efni þannig að það myndi nógu stóra hrúgu þá er mjög líklegt að óróinn sem ein nifteind veldur haldi áfram og magnist upp þar til allt efnið eyðist. Á þetta sér einhverja samsvörun í huganum eða hjá vélum? Þetta virðist eiga sér samsvörun í mannshuganum. Hugur flestra virðist vera „of lítill til að sprenging geti átt sér stað“. Sé hugmynd hleypt inn í huga sem þannig er ástatt um þá kallar hún að jafnaði ekki fram nema eina aðra. En smátt hlutfall er „yfir mörkunum“ þannig að ein hugmynd kallar fram heila „kenningu“ sem inniheldur afleiddar hugmyndir og hugmyndir leiddar af þeim og svo framvegis. Hugur dýra virðist greinilega undir mörkunum. í framhaldi af þessu má spyrja, „Getur vél verið yfir mörkunum?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.