Hugur - 01.01.1995, Qupperneq 59

Hugur - 01.01.1995, Qupperneq 59
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 57 Líkingin af „lögum í lauk“ getur líka komið að gagni. Þegar við veltum fyrir okkur því sem hugurinn, eða heilinn, gerir þá rekumst við á aðgerðir sem hægt er að skýra algerlega vélrænt. Við segjum þá að þær samsvari ekki huganum eins og hann er í raun og veru, heldur myndi þær aðeins ysta lagið sem við verðum að flysja af til að fínna hinn „raunverulega" hug. En utan um það sem þá verður eftir er annað lag og svo annað og annað. Ef við höldum svona áfram finnum við þá hinn raunverulega hug eða rekumst við á endanum á lag sem hefur ekkert fyrir innan? Ef það síðarnefnda gerist þá er hugurinn vélrænn alla leið inn úr. (Hann væri þó ekki stakræn vél, en það höfum við rætt nú þegar.) Síðustu tvær efnisgreinar gera ekki tilkall til þess að teljast sannfærandi rök. Það má fremur lýsa þeim sem „frásögnum til að ýta undir skoðanamyndun". Eina leiðin til að staðfesta þær skoðanir sem voru settar fram í upphafi §6 er að bíða til aldamóta og framkvæma þá tilraunina sem lýst hefur verið. En hvað getum við sagt þangað til? Hvað eigum við að gera núna svo tilraunin heppnist? Eins og ég hef útskýrt nú þegar snýst vandamálið fyrst og fremst um forritun. Framfarir í verkfræði eru líka nauðsynlegar en það er ólíklegt annað en þær verði nægar. Áætlað geymslurými heilans er milli 1010 og 1015 stafir í tvíundakerfi. Ég hallast heldur að lægri mörkunum og trúi því að aðeins ofurlítið brot af þessu rými sé notað fyrir æðri gerðir hugsunar. Trúlega er mestur hluti þess notaður til að geyma sjónáreiti. Það kæmi mér á óvart ef meira en 109 þyrfti til að leika hermileikinn með fullnægjandi hætti, að minnsta kosti ef mótleikarinn er blindur. (Athugið: 11. útgáfa Encyclopaedia Britannica rúmar 2 x 109.) Geymslurými upp á 107 er fullkomlega raunhæfur möguleiki, jafnvel þótt eingöngu sé notuð tækni sem til er nú þegar. Sennilega er ekki nauðsynlegt að auka hraða vélanna neitt. Vélarhlutar nútímavéla sem telja má hliðastæða taugafrumum vinna um það bil þúsund sinnum hraðar en þær. Þetta ætti að gefa vélunum „forskot“ sem dugar þótt ýmsir aðrir þættir dragi úr hraða þeirra. Vandamálið er þá að komast að því hvernig á að forrita vélarnar þannig að þær leiki hermileikinn. Með þeim vinnuhraða sem ég hef afkasta ég um þúsund stafa löngum forritskóða á dag, svo ef um það bil sextíu forritarar vinna án afláts í fimmtíu ár þá ættu þeir að ljúka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.