Hugur - 01.01.1995, Page 60
58
Alan M. Turing
HUGUR
verkinu, ef ekkert af vinnu þeirra fer í ruslafötuna. Æskilegt virðist
að finna einhverjar fijótvirkari aðferðir.
Þegar við reynum að herma eftir hugsun fullorðins manns þá
hljótum við að gefa gaum að þeim ferlum sem færðu hana í það horf
sem hún hefur. Við getum litið á þrjá þætti:
1. Upphafsstöðu hugans, sem við skulum segja að sé við fæðingu;
2. Þá menntun sem hann hefur hlotið;
3. Aðra reynslu en þá sem kallast getur menntun og hugurinn hefur
orðið fyrir.
Hví skyldum við ekki, í stað þess að reyna að búa til forrit sem
hermir eftir hug fullorðins manns, reyna að láta það herma eftir
barnshuganum? Ef það fengi svo viðeigandi menntun þá yrði
útkoman á endanum heili fullorðins manns. Eg geri ráð fyrir því að
barnsheilinn sé eins og minnisbækurnar sem fást í ritfangaverslunum.
Fremur lítið gangverk og mikið af auðum síðum. (Frá sjónarhóli
okkar eru gangverk og skrift næstum því það sama.) Von okkar er sú
að gangverk barnshugans sé svo lítið að auðvelt sé að forrita eitthvað
því líkt. Við gerum svo ráð fyrir því, sem fyrstu nálgun, að vinnan
við að kenna forritinu sé álíka mikil og við að mennta mennskt barn.
Með þessu höfum við skipt vandanum í tvennt, barnaforrit og
menntunarferli. Þessir tveir hlutar vandans eru og verða nátengdir.
Við skulum ekki búast við því að okkur takist að búa til almennilegt
vélbarn í fyrstu tilraun. Það verður að prófa sig áfram með að kenna
slíkri vél og sjá til hve vel henni gengur að læra. Síðan má prófa
aðra vél og sjá hvort henni gengur verr eða betur. Það eru greinileg
tengsl milli þessa ferlis og líffræðilegrar þróunar, þar sem hlutirnir
jafngilda hver öðrum með eftirfarandi hætti:
Bygging vélbarnsins = Arfgengir eiginleikar
Breytingar á vélbaminu = Stökkbreytingar
Náttúruval = Dómar þess sem stjórnar tilrauninni
Það má þó gera sér vonir um að þetta ferli gangi hraðar en líffræðileg
þróun. Að láta þá hæfustu lifa er seinleg aðferð við gæðamat. Sá
sem stjórnar tilrauninni ætti að geta notað skynsemina til þess að láta
hlutina ganga hraðar. Ekki er síður mikilvægt að hann þarf ekki að