Hugur - 01.01.1995, Side 62

Hugur - 01.01.1995, Side 62
60 Alan M. Turing HUGUR Það kunna að vera skiptar skoðanir um hvað rétt er að smíða margbrotið vélbarn. Það mætti reyna að hafa það eins einfalt og mögulegt er þannig að öllum almennum skilyrðum sé þó fullnægt. Á hinn bóginn mætti líka „byggja inn í það“^ fullmótað kerfi rökfræðilegra ályktana. í síðara tilvikinu færi mikill hluti geymslunnar undir skilgreiningar og fullyrðingar. Fullyrðingarnar væru titlaðar á ýmsa vegu, sumar væru t.d. öruggar staðreyndir sumar væru tilgátur, aðrar væru sannaðar með stærðfræðilegum hætti, yfirlýsingar frá æðri stöðum eða setningar með rökform yrðinga en án gildis sem segir hvort þeim er trúað eða ekki. Sumum fullyrðingum væri lýst sem „boðorðum“. Vélin væri þannig gerð að um leið og boðorð flokkast sem „örugg staðreynd“ þá breytti hún sjálfkrafa í samræmi við það. Þetta má skýra með dæmi: Gerum ráð fyrir að kennarinn segi við vélina, „Farðu að vinna heimaverkefnin þín.“ Þetta getur valdið því að setningin „Kennari segir „Farðu að vinna heimaverkefnin þín““ flokkist með öruggum staðreyndum. Önnur staðreynd í þeim flokki gæti verið „Allt sem kennarinn segir er rétt.“ Þegar þetta er tekið saman getur það á endanum leitt af sér að boðorðið „Farðu að vinna heimaverkefnin þín“ lendi í flokki öruggra staðreynda og vegna þess hvernig vélin er sett saman leiðir það til þess að hún byrjar á heimavinnunni. Ályktunarreglurnar sem vélin notar þurfa ekki endilega að uppfylla ítrustu skilyrði rökfræðinga. Það mætti til dæmis sleppa stigveldi taga [hierarchy oftypes]. Þetta þýðir ekki endilega að vélin geri rökvillur með því að rugla saman tögum, barnið þarf ekki endilega að detta í brunninn þó hann sé óbyrgður. Viðeigandi boðorð (sem eru sett fram innan kerfísins, en mynda þó ekki hluta af reglum kerfísins) eins og „Ekki nota mengi nema það sé hlutmengi í öðru sem kennarinn hefur haft orð á“ geta haft svipuð áhrif og „Ekki fara of nálægt brunninum". Boðorð sem útlimalaus vél getur fylgt hljóta að tengjast heldur vitsmunalegum efnum, eins og í dæminu (af heimavinnu) sem nefnt var hér áðan. Meðal þeirra mikilvægari af þessum boðorðum eru fyrirmæli sem stjórna því í hvaða röð reglum rökkerfisins skal beitt. Því þegar unnið er innan rökfræðilegs kerfís þá er, eftir hvert skref, hægt að halda áfram á mjög marga vegu án þess að brjóta gegn 2 Eða öllu heldur „forrita inn í það“ því vélbamið verður forritað á stafrænni tölvu. En það þarf þá ekki að læra rökfræðikerfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.