Hugur - 01.01.1995, Side 71

Hugur - 01.01.1995, Side 71
HUGUR Hugur, heili ogforrit 69 Fyrst vil ég hins vegar koma í veg fyrir algengan misskilning um „skilning“: f þessum efnum er oft farið með „skilninginn" af mikilli hind. Gagnrýnendur mínir hafa bent á að skilningur geti verið mismikill; að „skilningur“ er ekki einföld tveggja sæta umsögn; að til séu ólíkar tegundir og misjöfn stig skilnings, og að lögmálið um annað tveggja eigi ekki alltaf við um staðhæfingar á forminu skilur y“; að í mörgum tilvikum velti það á ákvörðun en ekki einfaldlega á staðreynd hvort x skilji y; og svo framvegis. Og vissulega er allt þetta rétt. En það hefur ekkert með kjarna málsins að gera. Til eru augljós dæmi þar sem „skilningur“ á bókstaflega við, og skýr dæmi þar sem hann á ekki við; og svona dæmi er allt sem röksémdafærslan krefst.4 5 Ég skil sögur á ensku, sögur á frönsku skil ég ekki eins vel, sögur á þýsku skil ég enn verr og sögur á kínversku skil ég alls ekki. Bíllinn minn og samlagningarvélin skilja aftur á móti ekki neitt, skilningur er þeim algerlega óviðkomandi. Oft segjum við að bíiar, samlagningarvélar og aðrir hlutir hafí „skilning“ og aðra vitsmunalega eiginleika, en þá tölum við líkingamál sem ekkert sannar. Við segjum „hurðin veit hvenær hún á að opnast vegna ljósnemans", „samlagningarvélin kanti (skilur, getur gert) samlagningu og frádrátt en ekki deilingu", og „hitastillirinn skynjar hitabreytingar". Ástæðan fyrir því að við eignum hlutum svona eiginleika er mjög áhugaverð, og tengist þeirri staðreynd að við ljáum smíðisgripum okkar eigin íbyggni;^ tækin okkar eru framlenging á tilgangi okkar og því fínnst okkur eðlilegt að eigna þeim íbyggni; en slík dæmi hafa enga heimspekilega þýðingu. Það er ekkert líkt með því hvernig sjálfvirk hurð „skilur skipanir“ frá ljósnema og því hvernig ég skil ensku. Ef forritið hans Schanks á að skilja sögur í þeirri yfírfærðu merkingu sem hurð skilur boð en ekki eins og ég skil ensku, þá væri það ekki umræðunnar virði. En Newell og Simon6 segja að þeir vitsmunir sem 4 Ennfremur vísar „skilningur" bæði til ákveðins huglægs (íbyggins) ástands og sannleika (gildi, árangurs) þess ástands. í þessari umræðu þurfum við einungis að huga að ástandinu sem slfku. 5 íbyggni er samkvæmt skilgreiningu sá eiginleiki tiltekins hugarástands að beinast að eða vera um ytri hluti eða kringumstæður. Þannig eru skoðanir, langanir og ætlun allt íbyggið ástand, tilefnislaus kvíði og depurð ekki. 6 Newell, A. og H. A. Simon. 1963. „GPS - A Program that Simulates Human Thought." Pr. í E. A. Feigenbaum og J. A. Feldman, ritstj., Computers and Thought, bls. 279-96. New York, McGraw-Hill.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.