Hugur - 01.01.1995, Page 71
HUGUR
Hugur, heili ogforrit
69
Fyrst vil ég hins vegar koma í veg fyrir algengan misskilning um
„skilning“: f þessum efnum er oft farið með „skilninginn" af mikilli
hind. Gagnrýnendur mínir hafa bent á að skilningur geti verið
mismikill; að „skilningur“ er ekki einföld tveggja sæta umsögn; að til
séu ólíkar tegundir og misjöfn stig skilnings, og að lögmálið um
annað tveggja eigi ekki alltaf við um staðhæfingar á forminu skilur
y“; að í mörgum tilvikum velti það á ákvörðun en ekki einfaldlega á
staðreynd hvort x skilji y; og svo framvegis. Og vissulega er allt þetta
rétt. En það hefur ekkert með kjarna málsins að gera. Til eru augljós
dæmi þar sem „skilningur“ á bókstaflega við, og skýr dæmi þar sem
hann á ekki við; og svona dæmi er allt sem röksémdafærslan krefst.4 5
Ég skil sögur á ensku, sögur á frönsku skil ég ekki eins vel, sögur á
þýsku skil ég enn verr og sögur á kínversku skil ég alls ekki. Bíllinn
minn og samlagningarvélin skilja aftur á móti ekki neitt, skilningur
er þeim algerlega óviðkomandi. Oft segjum við að bíiar,
samlagningarvélar og aðrir hlutir hafí „skilning“ og aðra vitsmunalega
eiginleika, en þá tölum við líkingamál sem ekkert sannar. Við segjum
„hurðin veit hvenær hún á að opnast vegna ljósnemans",
„samlagningarvélin kanti (skilur, getur gert) samlagningu og frádrátt
en ekki deilingu", og „hitastillirinn skynjar hitabreytingar". Ástæðan
fyrir því að við eignum hlutum svona eiginleika er mjög áhugaverð,
og tengist þeirri staðreynd að við ljáum smíðisgripum okkar eigin
íbyggni;^ tækin okkar eru framlenging á tilgangi okkar og því fínnst
okkur eðlilegt að eigna þeim íbyggni; en slík dæmi hafa enga
heimspekilega þýðingu. Það er ekkert líkt með því hvernig sjálfvirk
hurð „skilur skipanir“ frá ljósnema og því hvernig ég skil ensku. Ef
forritið hans Schanks á að skilja sögur í þeirri yfírfærðu merkingu
sem hurð skilur boð en ekki eins og ég skil ensku, þá væri það ekki
umræðunnar virði. En Newell og Simon6 segja að þeir vitsmunir sem
4 Ennfremur vísar „skilningur" bæði til ákveðins huglægs (íbyggins) ástands og
sannleika (gildi, árangurs) þess ástands. í þessari umræðu þurfum við einungis að
huga að ástandinu sem slfku.
5 íbyggni er samkvæmt skilgreiningu sá eiginleiki tiltekins hugarástands að beinast
að eða vera um ytri hluti eða kringumstæður. Þannig eru skoðanir, langanir og
ætlun allt íbyggið ástand, tilefnislaus kvíði og depurð ekki.
6 Newell, A. og H. A. Simon. 1963. „GPS - A Program that Simulates Human
Thought." Pr. í E. A. Feigenbaum og J. A. Feldman, ritstj., Computers and
Thought, bls. 279-96. New York, McGraw-Hill.