Hugur - 01.01.1995, Síða 74

Hugur - 01.01.1995, Síða 74
72 John R. Searle HUGUR saman mynda einstakling, getur haft rétt inntak og úttak og forrit að auki, án þess að skilja neitt á þann sama bókstaflega hátt og ég skil ensku. Eina ástæðan fyrir því að segja að það hljóti að vera til undirkerfi í mér sem skilji kínverku er sú að ég hef forrit og ég get staðist Turingprófið; ég get platað innfæddan Kínverja. En eitt af því sem hér skiptir máli er einmitt mikilvægi Turingprófsins. Dæmið sýnir að það geta verið til tvö „kerfi“ sem bæði standast Turingprófið þótt aðeins annað þeirra búi yfir skilningi; og hér eru það engin mótrök að segja að úr því að bæði „kerfin“ standast Turingprófið, þá hljóti þau bæði að skilja, því þessi fullyrðing svarar ekki þeim rökum að kerfið í mér, sem skilur ensku, hafi margfalt meira til að bera en kerfið sem aðeins möndlar við kínverskuna. í stuttu máli gefa kerfisrökin sér niðurstöðuna fyrirfram með því að hanga rakalaust á þeirri skoðun að kerfið hljóti að skilja kínversku. Að auki hefðu kerfisrökin afleiðingar sem einar og sér væru fáránlegar. Ef við eigum að draga þá ályktun að ég hljóti að búa yfir vitsmunum af þeirri ástæðu einni að ég hef inntak og úttak og forrit þar á milli, þá virðast allskonar óvitsmunaleg undirkerfi hafa vitsmuni. Til dæmis er til lýsingarstig þar sem segja má að maginn vinni úr gögnum og fylgi ótal forritum, en ég hygg að enginn vilji eigna honum neinn skilning.7 En ef við föllumst á kerfisrökin er erfitt að sjá hvernig megi komast hjá því að segja að magi, hjarta, lifur og annað þess háttar, séu allt undirkerfi sem geti skilið, vegna þess að það er engin leið að greina skipulega á milli ástæðna þess að kínverska undirkerfið hafí skilning og að maginn hafi skilning. Og það er reyndar ekkert svar við þessari gagnrýni að segja að það séu upplýsingar sem kfnverska kerfið fái og skili en matur og gor þegar maginn á í hlut, því frá sjónarhóli þess sem er í herberginu, mínum sjónarhóli, eru hvorki upplýsingar í matnum né í kínverskunni — kínverskan er bara merkingarlaust pár. f tilviki kínverskunnar eru upplýsingarnar einungis í augum forritaranna og þeirra sem túlka kínverskuna, og það er ekkert sem hindrar þá í því að fara með mat og gor sem upplýsingar ef þeir endilega vilja. Síðasta atriðið varðar reyndar sjálfstæð vandamál í róttækri gervigreind, og það er vel þess virði að fara út fyrir efnið um stund til 7 Pylyshyn, Z. W. 1980. „Computation and Cognition: Issues in the Foundation of Cognitive Science." Behavioral and Brain Sciences 3:111-32.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.