Hugur - 01.01.1995, Qupperneq 74
72
John R. Searle
HUGUR
saman mynda einstakling, getur haft rétt inntak og úttak og forrit að
auki, án þess að skilja neitt á þann sama bókstaflega hátt og ég skil
ensku. Eina ástæðan fyrir því að segja að það hljóti að vera til
undirkerfi í mér sem skilji kínverku er sú að ég hef forrit og ég get
staðist Turingprófið; ég get platað innfæddan Kínverja. En eitt af því
sem hér skiptir máli er einmitt mikilvægi Turingprófsins. Dæmið
sýnir að það geta verið til tvö „kerfi“ sem bæði standast Turingprófið
þótt aðeins annað þeirra búi yfir skilningi; og hér eru það engin
mótrök að segja að úr því að bæði „kerfin“ standast Turingprófið, þá
hljóti þau bæði að skilja, því þessi fullyrðing svarar ekki þeim rökum
að kerfið í mér, sem skilur ensku, hafi margfalt meira til að bera en
kerfið sem aðeins möndlar við kínverskuna. í stuttu máli gefa
kerfisrökin sér niðurstöðuna fyrirfram með því að hanga rakalaust á
þeirri skoðun að kerfið hljóti að skilja kínversku.
Að auki hefðu kerfisrökin afleiðingar sem einar og sér væru
fáránlegar. Ef við eigum að draga þá ályktun að ég hljóti að búa yfir
vitsmunum af þeirri ástæðu einni að ég hef inntak og úttak og forrit
þar á milli, þá virðast allskonar óvitsmunaleg undirkerfi hafa
vitsmuni. Til dæmis er til lýsingarstig þar sem segja má að maginn
vinni úr gögnum og fylgi ótal forritum, en ég hygg að enginn vilji
eigna honum neinn skilning.7 En ef við föllumst á kerfisrökin er
erfitt að sjá hvernig megi komast hjá því að segja að magi, hjarta,
lifur og annað þess háttar, séu allt undirkerfi sem geti skilið, vegna
þess að það er engin leið að greina skipulega á milli ástæðna þess að
kínverska undirkerfið hafí skilning og að maginn hafi skilning. Og
það er reyndar ekkert svar við þessari gagnrýni að segja að það séu
upplýsingar sem kfnverska kerfið fái og skili en matur og gor þegar
maginn á í hlut, því frá sjónarhóli þess sem er í herberginu, mínum
sjónarhóli, eru hvorki upplýsingar í matnum né í kínverskunni —
kínverskan er bara merkingarlaust pár. f tilviki kínverskunnar eru
upplýsingarnar einungis í augum forritaranna og þeirra sem túlka
kínverskuna, og það er ekkert sem hindrar þá í því að fara með mat og
gor sem upplýsingar ef þeir endilega vilja.
Síðasta atriðið varðar reyndar sjálfstæð vandamál í róttækri
gervigreind, og það er vel þess virði að fara út fyrir efnið um stund til
7 Pylyshyn, Z. W. 1980. „Computation and Cognition: Issues in the Foundation of
Cognitive Science." Behavioral and Brain Sciences 3:111-32.