Hugur - 01.01.1995, Side 77

Hugur - 01.01.1995, Side 77
HUGUR Hugur, heili og forrit 75 það hvernig eigi að tengja kínversk tákn öðrum kínverskum táknum og skila til baka kínverskum táknum. Gerum svo ráð fyrir því, að án þess að ég hafi hugmynd um komi sum táknin frá sjónvarpsvél sem sé tengd við vélmennið og að kínversku táknin sem ég sendi frá mér fari til aflgjafa inni í vélmenninu svo það hreyfi hendur og fætur. Hér skiptir miklu máli að allt sem ég geri er að möndla við formleg tákn; ég hef ekki hugmynd um aðrar staðreyndirnar. Mér berast „upplýsingar" frá „skyntækjum“ vélmennisins, og ég sendi frá mér „skipanir“ til aflgjafans án þess að gera mér það ljóst. Ég er örmaður í vélmenninu, en ég hef óvænt ekki hugmynd um hvað er að gerast. Ég skil ekkert nema reglurnar um meðhöndlun táknanna. Og um þetta dæmi vil ég segja að vélmennið hefur ekkert íbyggið ástand; það hreyfist einfaldlega vegna rafkerfis og forrits. Ennfremur öðlast ég ekkert íbyggið ástand sem máli skiptir við að koma í stað tölvunnar. Allt sem ég geri er að fylgja formlegum reglum um hvernig skuli möndlað við formleg tákn. 3. Heilalíkansrökin (Berkeley og M.l.T.) „Hugsum okkur að við hönnum forrit sem vinnur ekki með upplýsingar sem við höfum um heiminn, eins og upplýsingarnar í handriti Schanks, en líkir þess í stað eftir raunverulegum rafboðum um taugamót í heila innfædds Kínverja þegar hann skilur sögur á kínversku og svarar spurningum um þær. Vélin tekur við sögum á kínversku og spurningum um þær, hún líkir eftir formlegri byggingu raunverulegs kínversks heila þegar hann vinnur úr þessum spurningum og hún skilar frá sér svörum á kínversku. Við getum jafnvel hugsað okkur að vélin vinni ekki eftir einu einvíðu forriti, heldur eftir hópi forrita sem vinna samtímis á svipaðan hátt og ætla má að raunverulegur mannsheili starfi þegar hann vinnur úr venjulegu tungumáli. í slíku tilviki yrðum við þó að segja að vélin skildi sögurnar; og ef við neituðum því, yrðum við þá ekki líka að neita því að innfæddur Kínverji skildi þær? Hvað væri, eða gæti verið öðruvísi við tölvuforritið og forrit kínverska heilans frá sjónarhóli tauga- mótanna?“ Áður en ég andmæli þessum rökum langar mig að fara lítillega út fyrir efnið og benda á að þetta eru undarleg rök af hálfu þeirra sem trúa á gervigreind (eða verkhyggju og annað þess háttar); ég hélt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.