Hugur - 01.01.1995, Page 77
HUGUR
Hugur, heili og forrit
75
það hvernig eigi að tengja kínversk tákn öðrum kínverskum táknum
og skila til baka kínverskum táknum. Gerum svo ráð fyrir því, að án
þess að ég hafi hugmynd um komi sum táknin frá sjónvarpsvél sem
sé tengd við vélmennið og að kínversku táknin sem ég sendi frá mér
fari til aflgjafa inni í vélmenninu svo það hreyfi hendur og fætur. Hér
skiptir miklu máli að allt sem ég geri er að möndla við formleg tákn;
ég hef ekki hugmynd um aðrar staðreyndirnar. Mér berast
„upplýsingar" frá „skyntækjum“ vélmennisins, og ég sendi frá mér
„skipanir“ til aflgjafans án þess að gera mér það ljóst. Ég er örmaður í
vélmenninu, en ég hef óvænt ekki hugmynd um hvað er að gerast. Ég
skil ekkert nema reglurnar um meðhöndlun táknanna. Og um þetta
dæmi vil ég segja að vélmennið hefur ekkert íbyggið ástand; það
hreyfist einfaldlega vegna rafkerfis og forrits. Ennfremur öðlast ég
ekkert íbyggið ástand sem máli skiptir við að koma í stað tölvunnar.
Allt sem ég geri er að fylgja formlegum reglum um hvernig skuli
möndlað við formleg tákn.
3. Heilalíkansrökin (Berkeley og M.l.T.)
„Hugsum okkur að við hönnum forrit sem vinnur ekki með
upplýsingar sem við höfum um heiminn, eins og upplýsingarnar í
handriti Schanks, en líkir þess í stað eftir raunverulegum rafboðum
um taugamót í heila innfædds Kínverja þegar hann skilur sögur á
kínversku og svarar spurningum um þær. Vélin tekur við sögum á
kínversku og spurningum um þær, hún líkir eftir formlegri byggingu
raunverulegs kínversks heila þegar hann vinnur úr þessum
spurningum og hún skilar frá sér svörum á kínversku. Við getum
jafnvel hugsað okkur að vélin vinni ekki eftir einu einvíðu forriti,
heldur eftir hópi forrita sem vinna samtímis á svipaðan hátt og ætla
má að raunverulegur mannsheili starfi þegar hann vinnur úr venjulegu
tungumáli. í slíku tilviki yrðum við þó að segja að vélin skildi
sögurnar; og ef við neituðum því, yrðum við þá ekki líka að neita því
að innfæddur Kínverji skildi þær? Hvað væri, eða gæti verið öðruvísi
við tölvuforritið og forrit kínverska heilans frá sjónarhóli tauga-
mótanna?“
Áður en ég andmæli þessum rökum langar mig að fara lítillega út
fyrir efnið og benda á að þetta eru undarleg rök af hálfu þeirra sem trúa
á gervigreind (eða verkhyggju og annað þess háttar); ég hélt að