Hugur - 01.01.1995, Side 78

Hugur - 01.01.1995, Side 78
76 John R. Searle HUGUR grundvallarhugmyndin í gervigreindarfræðunum væri sú að við þyrftum ekki að vita hvernig heilinn starfaði til að vita hvernig hugurinn starfaði. Eg hélt einmitt að grundvallartilgátan væri sú að til væri millistig þar sem heilaferli væru reiknanlegar aðgerðir á formlegar einingar sem mynduðu kjarnann í hinu hugræna, og að þetta gæti átt sér stað í allskonar heilastarfsemi á sama hátt og hvaða tölvuforrit sem er má keyra með ólfkum vélbúnaði. Samkvæmt róttækri gervigreind er samband hugar og heila eins og samband forrits og tölvu, og því getum við skilið hugann án allrar taugalífeðlisfræði. Ef við þyrftum að vita hvernig heilinn starfaði til að geta lagt stund á gervigreind, létum við gervigreindina eiga sig. En þótt við kæmumst jafnvel svona nálægt heilastarfseminni væri það ekki nóg til að um skilning gæti verið að ræða. Þetta verður ljóst ef við hugsum okkur að í staðinn fyrir að maðurinn í herberginu hræri í táknum, vinni hann við flókna vatnslögn með krönum á öllum samskeytum. Þegar þessi maður fær kínversku táknin flettir hann upp í forritinu, sem er skrifað á ensku, og aðgætir hvar skuli skrúfað frá og hvar fyrir. Sérhver samskeyti á vatnslögninni svara til taugamóta í heila Kínverjans og öll lögnin er þannig gerð að eftir allar réttu aðgerðirnar, þ.e. eftir að hafa opnað fyrir alla réttu kranana, þá bunar kínverska svarið út úr úttakinu á lögninni. Og hvar í kerfinu er nú skilningurinn? Það tekur við kínversku, það Iíkir eftir formlegri byggingu taugamótanna í heila kínverjans, og það skilar kínversku. En maðurinn skilur vissulega enga kínversku, og vatnslögnin ekki heldur, og ef sú fáranlega hugmynd freistar, að einhverskonar samþœtting manns og vatnslagnar búi yfir skilningi, má rifja upp að fræðilega getur maðurinn innbyrt formlega byggingu vatnslagnarinnar og sent öll „taugaboðin" í huganum. Gallinn við heilalíkanið er sá, að það líkir eftir vitlausum atriðum í heilanum. Það líkir eftir formlegri byggingu taugaboðanna en ekki eftir því sem máli skiptir um heilann, nefnilega orsakabundnum eiginleikum hans, hæfileikanum til að mynda fbyggið ástand. Og dæmið um vatnslögnina sýnir að hinir formlegu eiginleikar nægja ekki til að gera grein fyrir þessum orsakabundnu eiginleikum. Við getum skilið alla formlega eiginleika frá þeim taugalíffræðilegu og orsakabundnu eiginleikum sem máli skipta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.