Hugur - 01.01.1995, Qupperneq 78
76
John R. Searle
HUGUR
grundvallarhugmyndin í gervigreindarfræðunum væri sú að við
þyrftum ekki að vita hvernig heilinn starfaði til að vita hvernig
hugurinn starfaði. Eg hélt einmitt að grundvallartilgátan væri sú að til
væri millistig þar sem heilaferli væru reiknanlegar aðgerðir á
formlegar einingar sem mynduðu kjarnann í hinu hugræna, og að
þetta gæti átt sér stað í allskonar heilastarfsemi á sama hátt og hvaða
tölvuforrit sem er má keyra með ólfkum vélbúnaði. Samkvæmt
róttækri gervigreind er samband hugar og heila eins og samband forrits
og tölvu, og því getum við skilið hugann án allrar taugalífeðlisfræði.
Ef við þyrftum að vita hvernig heilinn starfaði til að geta lagt stund á
gervigreind, létum við gervigreindina eiga sig. En þótt við kæmumst
jafnvel svona nálægt heilastarfseminni væri það ekki nóg til að um
skilning gæti verið að ræða. Þetta verður ljóst ef við hugsum okkur
að í staðinn fyrir að maðurinn í herberginu hræri í táknum, vinni
hann við flókna vatnslögn með krönum á öllum samskeytum. Þegar
þessi maður fær kínversku táknin flettir hann upp í forritinu, sem er
skrifað á ensku, og aðgætir hvar skuli skrúfað frá og hvar fyrir.
Sérhver samskeyti á vatnslögninni svara til taugamóta í heila
Kínverjans og öll lögnin er þannig gerð að eftir allar réttu aðgerðirnar,
þ.e. eftir að hafa opnað fyrir alla réttu kranana, þá bunar kínverska
svarið út úr úttakinu á lögninni.
Og hvar í kerfinu er nú skilningurinn? Það tekur við kínversku,
það Iíkir eftir formlegri byggingu taugamótanna í heila kínverjans, og
það skilar kínversku. En maðurinn skilur vissulega enga kínversku,
og vatnslögnin ekki heldur, og ef sú fáranlega hugmynd freistar, að
einhverskonar samþœtting manns og vatnslagnar búi yfir skilningi,
má rifja upp að fræðilega getur maðurinn innbyrt formlega byggingu
vatnslagnarinnar og sent öll „taugaboðin" í huganum. Gallinn við
heilalíkanið er sá, að það líkir eftir vitlausum atriðum í heilanum.
Það líkir eftir formlegri byggingu taugaboðanna en ekki eftir því sem
máli skiptir um heilann, nefnilega orsakabundnum eiginleikum hans,
hæfileikanum til að mynda fbyggið ástand. Og dæmið um
vatnslögnina sýnir að hinir formlegu eiginleikar nægja ekki til að gera
grein fyrir þessum orsakabundnu eiginleikum. Við getum skilið alla
formlega eiginleika frá þeim taugalíffræðilegu og orsakabundnu
eiginleikum sem máli skipta.