Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 79
HUGUR
Hugur, heili ogforrit
77
4. Samsetningarrökin (Berkeley og Stanford)
„Seinustu þrjú andmæli geta kannski ekki ein og sér hrakið
gagndæmiðum kínverska herbergið á fyllilega sannfærandi hátt en
saman verða þau mun öflugri og jafnvel afgerandi. Hugsum okkur
vélmenni með heilalaga tölvu sem sé komið fyrir í eftirlíkingu af
hauskúpu og að tölvan sé forrituð með öllum taugamótum
mannsheila, öll hegðun tölvunnar sé óaðgreinanleg frá mannlegri
hegðun, og að allt sé þetta eitt órofa kerfi en ekki bara tölva með
inntaki og úttaki. I slíku tilviki yrðum við vissulega að eigna kerfinu
ibyggni.“
Ég er algerlega sammála því að í slíku tilviki findist okkur
skynsamlegt og raunar óhjákvæmilegt að fallast á þá tilgátu að
vélmennið hefði íbyggni, svo fremi við vissum ekkert meira um það.
Aðrir þættir en útlit og hegðun skipta í raun engu máli fyrir
vélmennið. Ef við gætum búið til vélmenni sem hegðaði sér að
verulegu leyti rétt eins og maður, þá myndum við eigna því fbyggni,
á meðan ekkert mælti gegn því. Við þyrftum ekki að vita til viðbótar
að tölvuheili þess væri formleg eftirlíking af mannsheila.
En ég get hreint ekki séð að róttækri gervigreind sé nein hjálp í
þessu, og ástæðan er þessi: Samkvæmt róttækri gervigreind er
formlegt forrit með réttu inntaki og úttaki nægjanlegt skilyrði fyrir
íbyggni, og raunar grundvallaratriði hennar. Newell hélt því fram að
eðli hins hugræna væri starfsemi efnislegs táknkerfis.10 En að við
skulum eigna vélmenninu íbyggni hefur ekkert með formleg forrit að
gera, það byggist einfaldlega á þeirri ályktun að ef vélmennið lítur út
og hagar sér nægjanlega líkt og menn, má ætla ef ekkert mælir gegn
því, að það hafi hugarástand eins og menn sem orsakar og kemur fram
í hegðun þess, og það hlýtur að hafa innri byggingu sem gerir slíkt
hugarástand mögulegt. Ef við hefðum sjálfstæða vitneskju um
hvernig ætti að gera grein fyrir hegðun þess án slíkrar ályktunar,
myndum við ekki eigna því íbyggni, sér í lagi ef við vissum að það
hefði formlegt forrit. Og þetta er nákvæmlega aðalatriðið í fyrra svari
mínu við andmælum 2.
10 Newell, A. 1979. „Physical Symbol Systems." Fyrirlestur haldinn á La Jolla ráðst.
um hugfræði. Einnig prentaður 1980 í Cognitive Science 4:135-83.