Hugur - 01.01.1995, Síða 81

Hugur - 01.01.1995, Síða 81
HUGUR Hugur, heili og forrit 79 5. Aðrir hugir (Yale) „Hvernig veistu að annað fólk skilur kínversku eða eitthvað annað? Eg ræð það einungis af hegðun þess. En tölvan stenst hegðunarprófið eins vel og annað fólk (fræðilega), svo ef þú vilt gera ráð fyrir að fólk hafi vit, þá verður þú einnig (fræðilega) að gera ráð fyrir að tölvur hafi það.“ Þessi andmæli verðskulda aðeins stutt svar. Vandinn snýst ekki um það hvernig ég geti vitað að annað fólk hefur vitsmuni heldur hvað það er sem ég eigna fólki þegar ég eigna því vitsmuni. Rökin áttu að sýna að það gætu ekki eingöngu verið útreikningar og útkoman úr þeim, vegna þess að útreikningarnir og útkomurnar geta verið til án nokkurra vitsmuna. Það eru engin mótrök að gera sér upp tilfmningaleysi. í „hugfræði“ verða menn að gera ráð fyrir því að hið hugræna sé bæði raunverulegt og þekkjanlegt á sama hátt og gera verður ráð fyrir raunveruleika og þekkjanleika efnislegra hluta í raunvísindum. 6. Völundarhúsarökin (Berkeley) „Öll röksemdafærslan gerir ráð fyrir að gervigreind snúist einungis um hliðstæðutölvur (analog computers) og stafrænar tölvur. En það er nú bara tæknin eins og hún er í dag. Hver svo sem þessi orsakaferli eru og þú segir að séu nauðsynleg forsenda íbyggni (segjum að þú hafir á réttu að standa) þá munum við fyrr eða síðar geta búið til tæki sem búa yfir þessum orsakaferlum og það mun vera gervigreind. Þín rök beinast því á engan hátt gegn þeim möguleika að gervigreind geti búið til og skýrt vitsmuni.“ Ég hef ekkert um þessi andmæli að segja, nema hvað þau afbaka markmið gervigreindar með því að skilgreina hana sem hvað eina sem býr til og skýrir vitsmuni með tilbúnum aðferðum. Það sem vakti áhuga við upphaflegu fullyrðinguna um gervigreind, var að hún var nákvæm og vel skilgreind kenning: Hugarferli eru reiknanlegar aðgerðir á formlega skilgreindar einingar. Ég hef verið að bjóða þessari kenningu byrginn. Ef fullyrðingin er skilgreind upp á nýtt þannig að ekki verður lengur um sömu kenningu að ræða, hætta andmæli mín að eiga við þar sem engin prófanleg tilgáta er lengur til staðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.