Hugur - 01.01.1995, Síða 84

Hugur - 01.01.1995, Síða 84
82 John R. Searle HUGUR þar sem táknin tákna ekki neitt. Með orðalagi málvísindanna má segja að um þau gildi aðeins setningafræði, ekki merkingarfræði. Sú íbyggni sem tölvur virðast hafa er einungis í huga þeirra sem forrita þær og þeirra sem nota þær, þeirra sem setja eitthvað inn í þær og þeirra sem túlka það sem frá þeim kemur. Tilgangurinn með dæminu af kínverska herberginu var að leiða þetta í ljós með því að sýna að um leið og við setjum eitthvað inn í kerfi sem hefur íbyggni (mann) og forritum það með formlegu forriti, þá sést hæglega að hið formlega forrit leggur íbyggninni ekkert til. Það bætir til dæmis engu við getu mannsins til að skilja kínversku. Einmitt það atriði í gervigreind sem virtist svo aðlaðandi — munurinn á forriti og framkvæmd — kollvarpar á endanum þeirri fullyrðingu að eftirlíking geti verið eftirmynd. Munurinn á forriti og framkvæmd þess í vélbúnaði virðist sambærilegur við muninn á hugarferlum og heilaferlum. Og ef við gætum lýst hugarferlum sem formlegu forriti, þá virðist mega lýsa því sem máli skipir um hugann án vitundarsálfræði eða taugalífeðlisfræði. En líkingin „hugurinn er gagnvart heilanum eins og forrit gagnvart vélbúnaði" bregst í nokkrum atriðum, m.a. eftirfarandi þremur: í fyrsta lagi hefur munurinn á forriti og framkvæmd þær afleiðingar að sama forritið má framkvæma á alls kyns fáranlega vegu sem hafa hreint enga íbyggni. Weizenbaum hefur til dæmis lýst því í smáatriðum hvernig megi setja saman tölvu úr klósettpappírsrúllu og glás af steinvölum.11 Á sama hátt má koma forritinu sem skilur sögur á kínversku fyrir í vatnslögnum, vindvélum, eða manni sem skilur ekkert nema ensku, og ekkert af þessu öðlast skilning á kínversku. Steinar, klósettpappír, vindur og vatnslagnir eru í fyrsta lagi ekki réttu hlutirnir til að hafa íbyggni — aðeins eitthvað sem hefur samskonar orsakabundna eiginleika og heilinn getur haft íbyggni — og þótt Englendingurinn hafi allt sem íbyggni krefst, þá fær hann enga viðbót við sína íbyggni þótt hann leggi forritið á minnið, vegna þess að með því lærir hann ekki kínversku. í öðru lagi er forritið eingöngu formlegt, en íbyggin hugarferli eru ekki formleg á sama hátt. Þau skilgreinast af innihaldi sínu, ekki formi. Sú skoðun að það rigni er ekki skilgreind sem tiltekin 11 Weizenbaum, J. 1976. Computer Power and Human Reason. San Francisco, Freeman. Kafli 2.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.