Hugur - 01.01.1995, Síða 91

Hugur - 01.01.1995, Síða 91
HUGUR Vélmenni 89 hugfræði og bollaleggingar um innviði sálarlífsins tóku við af atferlishyggju í sálfræðinni og hugmyndir um formleg mál og rekjanlegar aðferðir urðu grundvöllur nýrra kenninga í málvísindum sem Noam Chomsky átti mestan þátt í að móta. Nokkrum árum áður (1943) höfðu Walter Pitts og Warren McCulloch bent á að net úr taugafrumum, eins og heili okkar er gerður úr, samsvarar á ýmsan hátt rökrásum af því tagi sem síðar voru notaðar til að smíða tölvurJ í heimspeki var tvíhyggja í anda Descartes á undanhaldi og hughyggja 19. aldarinnar dauð að kalla. Rökfræðileg raunhyggja (logical positivism) stóð líka höllum fæti, en sú stefna hafði dæmt flestar frumspekilegar vangaveltur um samband sálar og líkama merkingarlausar. Á sama tíma og sálfræðingar voru að verða leiðir á atferlisstefnunni og leituðu leiða til að kanna innviði mannshugans voru heimspekingar í leit að nýjum lausnum á vandamálinu um samband sálar og líkama1 2 3 og lífeðlisfræðingar að gæla við samanburð á taugum og rökrásum. Spekingar í öllum þessum greinum litu til tölvutækninnar, stýrifræðinnar og rökfræðinnar og sóttu þangað hugtök og hugmyndir.3 Ritgerð Turing svaraði svo sannarlega kalli tímans. Það vantaði tilgátu um hvernig mannshugurinn virkar. Turing stakk upp á að líkja honum við tölvu og þegar um miðjan 6. áratuginn voru snjallir forritarar, eins og Allen Newell og Herbert A. Simon, farnir að gera tilraunir til að láta tölvur herma eftir mannlegum vitsmunum. Til varð ný fræðigrein, gervigreindarfræðin. En hún fjallar um aðferðir til 1 Þeir gera grein fyrir kenningum sínum í McCulloch & Pitts 1965. Um kenningar Pitts og McCulloch og fleiri frumkvöðla í stýri-, upplýsinga- og tölvufræðum má líka lesa í Singh 1966. 2 Á árunum um og fyrir 1960 settu nokkrir heimspekingar fram kenningar í þá veru að samband hugar og heila sé sambærilegt við samband forrits og tölvu. Frægastur þessara heimspekinga er Hilary Putnam. Sjá Putnam 1960, 1967a og 1967b. Kenning Putnam um þetta efni er kölluð „functionalism". Ymis afbrigði hennar hafa verið vinsælt umfjöllunarefni þeirra sem fást við heimspeki hugans (philosophy of mind). Churchland (1988) er ágætur inngangur að þeim fræðum. 3 Um þessa tölvubyltingu í mannvísindunum hefur margt verið ritað en það er óhætt að mæla sérstaklega með Gardner 1985 og Bolter 1984. Einnig er gerð grein fyrir áhrifum tölvufræða á sálarfræði í grein Jörgens Pind sem birtist í þessu tölublaði Hugar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.